Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfuknattleik, fékk í dag að spreyta sig gegn stórliðinu í Litháen: Zalgiris frá Kaunas.
Siaulai, liði Elvars, gekk illa að verjast Zalgiris og tapaði 86:105 en leikurinn var í úrvalsdeildinni í Litháen.
Elvar gaf 7 stoðsendingar á samherja sína í leiknum en hann hefur gefið flestar stoðsendingar að meðaltali í deildinni. Hann skoraði 9 stig og tók 2 fráköst.
Zalgiris er með góða forystu í efsta sæti deildarinnar en Siaulai er í sjöunda sæti en átta efstu liðin komast í úrslitakeppnina.
Zalgiris er stórveldi í Litháen. Liðið hefur tuttugu og tvisvar orðið meistari en það varð fimm sinnum meistari í sovésku deildinni áður en Sovétríkin liðuðust í sundur. Liðið er eitt þeirra sem er með langtímakeppnisrétt í Euroleague, sterkustu Evrópukeppninni.