Martin Hermannsson skoraði átta stig fyrir Valencia þegar liðið tók á móti Bilbao í efstu deild Spánar í körfuknattleik í dag.
Þá gaf íslenski landsliðsmaðurinn fimm stoðsendingar, ásamt því að taka eitt frákast, en leiknum lauk með 99:90-sigri Valencia.
Martin lék í tæpar tuttugu mínútur í leiknum en þetta var hans fyrsti leikur síðan í mars þegar hann fór meiddur af velli gegn Barcelona í deildinni.
Valencia er í fimmta sæti deildarinnar með 40 stig eftir 31 leik, fjórum stigum minna en Baskonia sem er í fjórða sætinu.