Merkilegur áfangi hjá Kristni

Kristinn Óskarsson og Rögnvaldur Hreiðarsson.
Kristinn Óskarsson og Rögnvaldur Hreiðarsson. mbl.is/Hari

Körfuboltadómarinn reyndi Kristinn Óskarsson náði merkilegum áfanga í dag þegar hann dæmdi í þúsundasta skipti í efstu deild karla á Íslandsmótinu. 

Kristinn er einn dómaranna á leik Tindastóls og Þórs frá Þorlákshöfn sem nú stendur yfir. 

Leikirnir þúsund hjá Kristni ná frá 9. áratug síðustu aldar og hefur hann dæmt í efstu deild karla á fimm mismundandi áratugum; 9. og 10. áratug síðustu aldar og fyrstu þremur áratugum 21. aldarinnar. 

Sá dómari sem hefur oftast dæmt með Kristni er Rögnvaldur Hreiðarsson en þeir hafa verið saman í 115 skipti af þessum 1.000 en alls hefur 61 dómari dæmt leikina með honum.

Fleiri fróðleiksmola er að finna í frétt frá Körfuknattleikssambandinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert