Flenard Whitfield tryggði Tindastóli sigur gegn Þór frá Þorlákshöfn þegar liðið mættust í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld.
Leiknum lauk með eins stigs sigri Tindastóls, 92:91, en Whitfield tryggði Tindastóli sigur með tveimur vítaskotum þegar 0,2 sekúndur voru til leiksloka.
Þórsarar leiddu með átta stigum í hálfleik, 52:44, en Stólarnir voru sterkari í þriðja leikhluta og var staðan jöfn fyrir fjórða leikhluta, 69:69.
Larry Thomas kom Þórsurum einu stigi yfir þegar 28 sekúndur voru til leiksloka, 91:90, en Þórsarar brutu á Whitfield þegar tæp sekúnda var til leiksloka og hann skoraði úr báðum vítaskotum sínum.
Antanas Udras var stigahæstur í liði Tindastóls með 19 stig en Larry Thomas var stigahæstur Þórsara með 22 stig.
Tindastóll er með 18 stig í fimmta sæti deildarinnar en Þórsarar eru sem fyrr í öðru sætinu með 24 stig.
Gangur leiksins:: 6:3, 12:12, 24:17, 27:25, 32:35, 34:44, 39:48, 42:52, 48:54, 56:60, 63:60, 69:69, 74:76, 84:79, 88:85, 92:91.
Tindastóll: Antanas Udras 19/4 fráköst, Jaka Brodnik 18/8 fráköst, Nikolas Tomsick 17/6 fráköst/10 stoðsendingar, Flenard Whitfield 10/5 fráköst/7 stoðsendingar, Axel Kárason 9/4 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 8/5 fráköst/7 stoðsendingar, Helgi Rafn Viggósson 7, Hannes Ingi Másson 2, Viðar Ágústsson 2.
Fráköst: 22 í vörn, 15 í sókn.
Þór Þorlákshöfn: Larry Thomas 22/6 stoðsendingar, Styrmir Snær Þrastarson 19/7 fráköst, Emil Karel Einarsson 19, Callum Reese Lawson 11/7 fráköst, Ragnar Örn Bragason 8, Halldór Garðar Hermannsson 7/7 stoðsendingar, Davíð Arnar Ágústsson 5.
Fráköst: 18 í vörn, 6 í sókn.
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Gunnlaugur Briem, Bjarki Þór Davíðsson.
Áhorfendur: 100