Denver Nuggets vann nokkuð þægilegan sigur á lánlausu liði Houston Rockets í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt. Michael Porter Jr. og Serbinn Nikola Jokic spiluðu báðir frábærlega fyrir Denver.
Porter Jr. gerði alls 39 stig og tók sex fráköst á meðan Jokic náði tvöfaldri tvennu; skoraði 24 stig, gaf 12 stoðsendingar og tók átta fráköst að auki í 129:116 sigri
Liði Houston hefur ekki gengið vel á tímabilinu og hefur núna tapað fjórum leikjum í röð. Fyrr á tímabilinu setti Houston lítt eftirsóknarvert félagsmest þegar liðið tapaði 20 leikjum í röð.
Denver er í fínni stöðu í 4. sæti vesturdeildarinnar á meðan Houston rekur lestina í 15. og síðasta sæti deildarinnar.
Fimm aðrir leikir fóru fram í NBA í nótt.
Öll úrslit næturinnar:
Denver - Houston 129:116
Indiana - Detroit 115:109
Miami - Chicago 106:101
New Orleans - San Antonio 108:110
Dallas - LA Lakers 108:93
Utah - Minnesota 96:101