Höttur hélt út í naglbít gegn Njarðvík

Dino Stipcic með boltann í Njarðvík í kvöld.
Dino Stipcic með boltann í Njarðvík í kvöld. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Leikmenn Hattar náðu að kreista líkast til sinn allra mikilvægasta sigur hingað til í Dominos-deild karla í körfuknattleik þegar þeir lögðu Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni í kvöld.

Naglbítur af leik sem var útkljáður á loka andartökum leiksins þegar Michael Mallroy besti maður vallarins skoraði úrslita körfuna með 2,7 sekúndur eftir af leiknum.  74:72 var niðurstaðan og Höttur er með 10 stig en þó enn í fallsæti og botnbaráttan líkast til aldrei verið eins spennandi. 

Fyrir leik var vitað að bæði lið þyrftu sigur. Höttur augljóslega þurfa bara stig á töfluna og sigur fyrir Njarðvíkinga ekki síður mikilvægur þar sem að liðin gætu endað jöfn að stigum í lok móts og þá gilda innbyrgðist leikir milli liðanna þar sem að Höttur hefur nú allsherjar forskot. 

Eftir helst til hægan fyrri hálfleik tóku gestirnir völd í leiknum í þeim seinni og fyrr nefndur Michael Mallroy skoraði nánast að vild.  Skotnýting heimamanna var alls ekki góð þetta kvöldið og í raun í takt við sóknarleik liðsins sem var mest allt kvöldið ansi slakur.  Einnig virðast þeirra allra mikilvægustu menn bara hreint út sagt vera langt frá því að vera í formi  til að spila heilan körfuknattleik, en bæði Antonio Hester og Rodney Glasgow virtust vera farnir að "pústa" ansi hressilega þá þegar í fyrri hálfleik. Ein sú allra slakasta erlenda sending sem þeir grænklæddu hafa fengið í gegnum árin.

En þegar öllu er á botnin hvolft eftir þetta kvöld voru það einfaldlega gestirnir sem voru hungraðari í sigur á meðan heimamenn spíttu aðeins í lófana þegar þeir voru algerlega komnir með bakið upp við vegg.  Logi Gunnarsson sem að hefur margoft tekið það hlutverk að sér að taka lokaskot sinna manna og reynst Njarðvíkingum mikil lukka í gegnum tíðina fékk það verkefni að reyna að stela sigrinum í kvöld. Logi fékk fínt skot en boltinn virtist renna í lófum hans í skotinu og var aldrei nálægt því að fara ofaní. 

Hattarmenn héldu til búningsherbergja sigurreifir þar sem þeir fögnuðu vel.  Þetta tap Njarðvíkinga hefur þá þýðingu að þeir eru í töluverðri hættu á falli úr deildinni og það í fyrsta skipti í sögunni.  Furðulegt að hugsa til þess að þetta stórveldi í íslenskum körfubolta sé á þessum stað. 

Njarðvík - Höttur 72:74

Njarðtaks-gryfjan, Dominos deild karla, 26. apríl 2021.

Gangur leiksins:: 5:2, 10:8, 18:13, 23:18, 25:18, 27:24, 30:29, 33:38, 39:43, 41:49, 41:57, 49:61, 55:61, 58:67, 67:72, 72:74, 72:74, 72:74.

Njarðvík: Kyle Johnson 16/12 fráköst, Mario Matasovic 14/6 fráköst/5 stoðsendingar, Antonio Hester 12/14 fráköst, Rodney Glasgow Jr. 9, Logi Gunnarsson 7, Ólafur Helgi Jónsson 5, Maciek Stanislav Baginski 5, Jón Arnór Sverrisson 4.

Fráköst: 28 í vörn, 11 í sókn.

Höttur: Michael A. Mallory II 26/4 fráköst/5 stoðsendingar, Bryan Anton Alberts 17/4 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 8/6 fráköst, David Guardia Ramos 7, Hreinn Gunnar Birgisson 6, Dino Stipcic 5/4 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 5/16 fráköst.

Fráköst: 33 í vörn, 5 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson.

Njarðvík 72:74 Höttur opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert