Logi Gunnarsson leikmaður Njarðvíkinga fékk það verðuga verkefni að reyna að stela sigrinum gegn Hetti í kvöld þegar liðin mættust í Dominosdeild karla í körfuknattleik.
Njarðvík var undir, 72:74, þegar Logi reyndi lokaskotið. Honum brást bogalistin að þessu sinni og var að sjálfsögðu brúnaþungur eftir tapið. Logi sagði sína menn hafa dregist inn í það að spila hægan körfuknattleik sem Höttur vill spila og það henti Njarðvíkingum alls ekki. Fyrir vikið varð flæði sókanarleiks liðsins ekki nægilega gott og auðveldaði Hetti að spila sinn varnarleik.
Logi sagðist hafa fengið fínt skotfæri en boltinn hefði runnið til í lúkunum á honum um leið og skotið fór upp.
Viðtalið er í meðfylgjandi myndskeiði.