Sindri og Vestri jöfnuðu mjög út baráttuna í efri hlutanum í 1. deild Íslandsmóts karla í körfuknattleik í kvöld. Sindri vann Álftanes á útivelli og Vestri vann Hamar á Ísafirði.
Breiðablik er þó með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar með 22 stig en liðið vann Selfoss örugglega í Smáranum 107:79. Staða Blika er vænleg en liðið á þó eftir að glíma við Sindra og Skallagrím á leið sinni að sæti í efstu deild á næsta tímabili. Ljóst er að Blikar fara upp ef þeir vinna Skallagrím í næstsíðasta leiknum en annars gæti orðið hreinn úrslitaleikur milli Sindra og Breiðabliks á Hornafirði í lokaumferðinni.
Hamar, Sindri og Álftanes eru nú öll með 18 stig en Vestri og Skallagrímur með 16 stig. Sindri sigraði 104:94 á Álftanesi í kvöld og Vestri vann Hamar með nokkuð miklum mun 97:82. Vonir Hamars og Álftaness um að komast beint upp í úrvalsdeildina urðu þar að engu en Sindri styrkti sína stöðu.
Fjölnir burstaði Hrunamenn 94:58 en Fjölnir er með 8 stig en Hrunamenn og Selfoss með 6 stig í neðstu sætunum.
Gangur leiksins:: 6:7, 11:10, 18:17, 30:25, 36:28, 42:29, 49:35, 52:43, 57:45, 65:49, 72:57, 74:66, 87:73, 93:75, 93:80, 97:82.
Vestri: Ken-Jah Bosley 25/5 fráköst/5 stoðsendingar, Gabriel Adersteg 22/5 stoðsendingar, Nemanja Knezevic 17/20 fráköst/8 stoðsendingar, Hilmir Hallgrímsson 14/6 fráköst, Marko Dmitrovic 12/8 fráköst/5 stoðsendingar, Arnaldur Grímsson 7/6 fráköst.
Fráköst: 37 í vörn, 11 í sókn.
Hamar: Jose Medina Aldana 25/7 fráköst/13 stoðsendingar, Ruud Lutterman 16, Ragnar Jósef Ragnarsson 11/4 fráköst, Þorvaldur Orri Árnason 10/4 fráköst, Óli Gunnar Gestsson 9, Pálmi Geir Jónsson 5/5 fráköst, Steinar Snær Guðmundsson 2, Ragnar Magni Sigurjónsson 2, Maciek Klimaszewski 2/4 fráköst.
Fráköst: 30 í vörn, 1 í sókn.
Dómarar: Friðrik Árnason, Aðalsteinn Hrafnkelsson.
Gangur leiksins: 6:12, 11:17, 17:21, 22:28, 29:34, 38:38, 43:48, 46:56, 52:60, 58:70, 66:73, 74:75, 81:82, 87:92, 87:99, 94:104.
Álftanes: Cedrick Taylor Bowen 20/5 fráköst, Vilhjálmur Kári Jensson 17/6 fráköst, Róbert Sigurðsson 14/13 stoðsendingar, Kristján Pétur Andrésson 12, Þorsteinn Finnbogason 11, Isaiah Coddon 10, Friðrik Anton Jónsson 5/6 fráköst, Trausti Eiríksson 3, Unnsteinn Rúnar Kárason 2.
Fráköst: 24 í vörn, 5 í sókn.
Sindri: Gerald Robinson 31/6 fráköst, Dallas O'Brien Morgan 21/5 fráköst, Gerard Blat Baeza 20/10 fráköst/8 stoðsendingar, Haris Genjac 12/11 fráköst, Tómas Orri Hjálmarsson 8, Gísli Þórarinn Hallsson 5/10 fráköst, Árni Birgir Þorvarðarson 4, Arnþór Fjalarsson 3.
Fráköst: 35 í vörn, 10 í sókn.
Dómarar: Aron Rúnarsson, Birgir Örn Hjörvarsson.
Áhorfendur: 26
Gangur leiksins:: 10:4, 14:10, 21:18, 28:23, 36:28, 44:31, 50:34, 58:37, 65:44, 71:44, 76:49, 86:57, 91:66, 97:68, 105:76, 107:79.
Breiðablik: Sigurður Pétursson 21/8 fráköst, Rubiera Rapaso Alejandro 18/4 fráköst, Snorri Vignisson 13/4 fráköst, Árni Elmar Hrafnsson 12/6 stoðsendingar, Samuel Prescott Jr. 11/4 fráköst/9 stoðsendingar, Gabríel Sindri Möller 10/5 fráköst/5 stoðsendingar, Alex Rafn Guðlaugsson 9, Sveinbjörn Jóhannesson 9/5 fráköst, Dovydas Strasunskas 2, Kristján Leifur Sverrisson 2/12 fráköst.
Fráköst: 32 í vörn, 14 í sókn.
Selfoss: Sveinn Búi Birgisson 15, Svavar Ingi Stefánsson 13, Arnór Bjarki Eyþórsson 12, Kennedy Clement Aigbogun 11/6 fráköst, Kristijan Vladovic 9, Gunnar Steinþórsson 8/6 fráköst, Tyreese Stanley Hudson 6, Terrence Christopher Motley 5/5 fráköst.
Fráköst: 20 í vörn, 9 í sókn.
Dómarar: Georgia Olga Kristiansen, Sveinn Björnsson.
Áhorfendur: 50
Gangur leiksins:: 6:3, 14:3, 21:11, 26:19, 28:27, 30:31, 39:35, 47:37, 50:42, 57:44, 64:46, 71:50, 73:50, 84:50, 88:57, 94:58.
Fjölnir: Johannes Dolven 27/15 fráköst, Matthew Carr Jr. 26/9 fráköst/5 stoðsendingar, Viktor Máni Steffensen 13, Rafn Kristján Kristjánsson 10, Ólafur Ingi Styrmisson 6/5 fráköst, Daníel Ágúst Halldórsson 4/5 fráköst, Fannar Elí Hafþórsson 4, Gauti Björn Jónsson 2/4 fráköst, Daníel Bjarki Stefánsson 2.
Fráköst: 33 í vörn, 11 í sókn.
Hrunamenn: Yngvi Freyr Óskarsson 23/14 fráköst, Halldór F. Helgason 8, Páll Magnús Unnsteinsson 7, Eyþór Orri Árnason 5/5 fráköst/5 stoðsendingar, Orri Ellertsson 5, Þórmundur Smári Hilmarsson 4/5 fráköst, Dagur Úlfarsson 4, Aron Ernir Ragnarsson 2.
Fráköst: 22 í vörn, 5 í sókn.
Dómarar: Jóhann Guðmundsson, Elías Karl Guðmundsson.