Stjarnan upp að hlið Þórs

Hlynur Bæringsson var mjög öflugur fyrir Stjörnuna og Ólafur Ólafsson …
Hlynur Bæringsson var mjög öflugur fyrir Stjörnuna og Ólafur Ólafsson (14) var stigahæstur hjá Grindavík. mbl.is/Árni Sæberg

Stjarnan fór í kvöld upp að hlið Þórs frá Þorlákshöfn í 2. - 3. sæti Dominos-deildar karla í körfuknattleik með sigri á Grindvíkingum í Garðabænum. 

Stjarnan sigraði 79:74 eftir nokkuð jafnan leik en Grindavík var yfir 42:39 að loknum fyrri hálfleik. Garðbæingar höfðu betur í síðasta leikhlutanum 23:14 og náðu þá tökum á leiknum en Grindavík vann leik liðanna í Grindavík fyrr í vetur.

Mirza Sarajlija skoraði 29 stig fyrir Stjörnuna en Hlynur Bæringsson átti einnig afar góðan leik. Skoraði 16 stig og tók 12 fráköst. 

Ólafur Ólafsson var stigahæstur Grindvíkinga með 21 stig. Grindavík er í 7. - 8. sæti með 16 stig eins og Þór Akureyri. 

Stjarnan - Grindavík 79:74

Mathús Garðabæjar höllin, Dominos deild karla, 26. apríl 2021.

Gangur leiksins:: 2:4, 8:9, 11:13, 16:22, 24:24, 30:29, 37:37, 39:42, 45:44, 50:48, 54:58, 56:60, 62:60, 69:66, 72:66, 79:74, 79:74, 79:74.

Stjarnan: Mirza Sarajlija 29/4 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 16/12 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 8/5 fráköst, Gunnar Ólafsson 8/5 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 7/5 fráköst, Austin James Brodeur 6/8 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 3, Dúi Þór Jónsson 2/6 fráköst.

Fráköst: 30 í vörn, 16 í sókn.

Grindavík: Ólafur Ólafsson 21/5 fráköst, Kristinn Pálsson 13/4 fráköst, Amenhotep Kazembe Abif 10/13 fráköst, Joonas Jarvelainen 10/4 fráköst, Dagur Kár Jónsson 7/7 stoðsendingar, Kristófer Breki Gylfason 6, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 5/9 fráköst, Þorleifur Ólafsson 2.

Fráköst: 27 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Ísak Ernir Kristinsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert