Toppliðin unnu leiki sína

Njarðvík er í öðru sæti B-deildarinnar.
Njarðvík er í öðru sæti B-deildarinnar. mbl.is/Hari

Efstu þrjú lið fyrstu deildar kvenna í körfuknattleik unnu öll leiki sína í kvöld. ÍR-ingar eru á toppnum með 26 stig eftir 81:70-sigur á Fjölni-b og Njarðvík er í öðru sæti með 24 stig og leik til góða eftir 77:47-sigur á Ármanni.

Kristín María Matthíasdóttir skoraði 20 stig fyrir ÍR-inga í Breiðholtinu en heimakonur voru sérstaklega öflugar í fyrri hálfleik og höfðu 44:27 forystu í hálfleik. Þá var Njarðvík ekki í vandræðum með Ármenninga á heimavelli en Chelsea Jennings skoraði 20 stig og tók níu fráköst fyrir heimakonur í Njarðtaks-gryfjunni.

Sem fyrr segir eru ÍR-ingar á toppnum með 26 stig, tveimur stigum á undan Njarðvík sem er með 24 stig. Þá er Grindavík í þriðja sæti með 18 stig eftir 88:56-sigur á Hamri/Þór í kvöld. Fjórði leikurinn var svo viðureign Vestra og Stjörnunnar þar sem gestirnir úr Garðabænum unnu 65:47 sigur. Stjarnan er í 6. sæti með 10 stig en Vestri í 9. og neðsta sæti með tvö stig.

Átta af níu liðum deildarinnar, öll nema b-lið Fjölnis, fara í útsláttarkeppni um eitt sæti í úrvalsdeildinni þegar hefðbundinni deildakeppni lýkur.

Vestri - Stjarnan 47:65

Ísafjörður, 1. deild kvenna, 27. apríl 2021.

Gangur leiksins:: 2:3, 6:7, 10:7, 12:12, 16:15, 16:19, 18:25, 26:27, 28:36, 34:42, 34:46, 37:56, 39:56, 42:60, 42:63, 47:65.

Vestri: Sara Emily Newman 13/10 fráköst, Olivia Janelle Crawford 10/6 fráköst, Gréta Hjaltadóttir 7/4 fráköst, Sædís Mjöll Steinþórsdóttir 5/6 fráköst, Stefanía Silfá Sigurðardóttir 3/7 fráköst, Linda Marín Kristjánsdóttir 3/5 fráköst, Ivana Yordanova 3, Hera Magnea Kristjánsdóttir 2, Sigrún Kamilla Halldórsdóttir 1.

Fráköst: 28 í vörn, 14 í sókn.

Stjarnan: Alexandra Eva Sverrisdóttir 21/10 fráköst/9 stoðsendingar, Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir 12/27 fráköst, Sandra Dís Hemisdóttir 11, Hera Björk Arnarsdóttir 10/10 fráköst, Kolbrún Eir Þorláksdóttir 6, Elva Lára Sverrisdóttir 3, Berglind Sigmarsdóttir 2.

Fráköst: 44 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hrafnkelsson, Friðrik Árnason.

Áhorfendur: 40

Njarðvík - Ármann 77:47

Njarðtaks-gryfjan, 1. deild kvenna, 27. apríl 2021.

Gangur leiksins:: 3:7, 13:9, 17:11, 22:17, 22:19, 23:20, 27:22, 35:22, 35:25, 41:27, 47:30, 50:32, 55:38, 55:40, 62:43, 77:47.

Njarðvík: Chelsea Nacole Jennings 20/9 fráköst, Helena Rafnsdóttir 11/4 fráköst/3 varin skot, Kamilla Sól Viktorsdóttir 9/6 fráköst, Vilborg Jónsdóttir 8/6 stolnir, Krista Gló Magnúsdóttir 6, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 6/8 fráköst, Þuríður Birna Björnsdóttir 6, Eva María Lúðvíksdóttir 5, Júlia Scheving Steindórsdóttir 3, Lovísa Bylgja Sverrisdóttir 3.

Fráköst: 35 í vörn, 5 í sókn.

Ármann: Telma Lind Bjarkadóttir 14/5 fráköst, Jónína Þórdís Karlsdóttir 12/5 fráköst, Kristín Alda Jörgensdóttir 12/15 fráköst, Viktoría Líf Önnudóttir Schmidt 4, Auður Hreinsdóttir 3/7 fráköst, Arndís Úlla B. Árdal 2/8 fráköst.

Fráköst: 31 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Jón Svan Sverrisson, Sveinn Björnsson.

Áhorfendur: 57

ÍR - Fjölnir-b 81:70

Hertz-hellirinn - Seljaskóli, 1. deild kvenna, 27. apríl 2021.

Gangur leiksins:: 4:1, 14:3, 16:10, 16:12, 25:15, 29:17, 34:22, 44:27, 50:36, 57:39, 62:42, 64:50, 70:50, 74:58, 76:66, 81:70.

ÍR: Kristín María Matthíasdóttir 20/4 fráköst, Aníka Linda Hjálmarsdóttir 13/6 fráköst, Arndís Þóra Þórisdóttir 12/4 fráköst, Fanndís María Sverrisdóttir 10/6 fráköst, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 10/6 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 7, Birna Eiríksdóttir 4/4 fráköst, Sólrún Sæmundsdóttir 3, Margrét Blöndal 2/4 fráköst/5 stoðsendingar.

Fráköst: 25 í vörn, 11 í sókn.

Fjölnir-b: Emma Hrönn Hákonardóttir 22, Diljá Ögn Lárusdóttir 20/4 fráköst, Erla Sif Kristinsdóttir 10/8 fráköst, Stefanía Tera Hansen 7/4 fráköst, Katrín Friðriksdóttir 4, Berglind Karen Ingvarsdottir 3, Sara Diljá Sigurðardóttir 2, Bergdís Anna Magnúsdóttir 2.

Fráköst: 18 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Ingi Björn Jónsson, Bjarki Kristjánsson.

Áhorfendur: 47

Hamar - Þór - Grindavík 56:88

Hveragerði, 1. deild kvenna, 27. apríl 2021.

Gangur leiksins:: 0:4, 6:14, 10:16, 16:18, 20:25, 26:30, 26:38, 28:44, 34:48, 38:55, 39:64, 41:67, 43:68, 47:74, 51:83, 56:88.

Hamar - Þór: Dagný Lísa Davíðsdóttir 33/13 fráköst, Hrafnhildur Magnúsdóttir 9/4 fráköst/8 stoðsendingar/6 stolnir, Elektra Mjöll Kubrzeniecka 4, Ása Lind Wolfram 4, Perla María Karlsdóttir 2, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 2/6 fráköst, Dagrún Inga Jónsdóttir 2.

Fráköst: 28 í vörn, 4 í sókn.

Grindavík: Janno Jaye Otto 30/12 fráköst/6 stolnir, Hekla Eik Nökkvadóttir 15/7 fráköst/5 stoðsendingar, Hulda Björk Ólafsdóttir 13/6 fráköst, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 11, Sædís Gunnarsdóttir 6, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 6/6 fráköst/6 stoðsendingar, Arna Sif Elíasdóttir 4, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 3.

Fráköst: 26 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Anton Elí Einarsson, Einar Valur Gunnarsson.

Áhorfendur: 35

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert