Áframhaldandi gott gengi

Elvar Már Friðriksson á heimavelli sínum í Litháen.
Elvar Már Friðriksson á heimavelli sínum í Litháen. Ljósmynd/Sveinn Helgason

Gott gengi Siauliu Siauliai og Elvars Más Friðrikssonar heldur áfram í litháísku úrvalsdeildinni í körfuknattleik en Siauliai vann í dag Kedainiu Nevezis 85:73. 

Siauliai er í 6. -  7. sæti deildarinnar og hefur rétt hlut sinn verulega eftir erfiða byrjun. Liðið hefur unnið 12 leiki en tapað 20. Nokkuð líklegt er orðið að liðið komist í átta liða úrslitakeppnina. 

Elvar hefur gefið flestar stoðsendingar að meðaltali í deildinni á tímabilinu og gaf í dag 8 stoðsendingar auk þess að skora 12 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert