Fall blasir við KR

Sara Rún Hinriksdóttir með boltann í leik Hauka og Fjölnis …
Sara Rún Hinriksdóttir með boltann í leik Hauka og Fjölnis í kvöld en til varnar er Sigrún Björg Ólafsdóttir. mbl.is/Eggert

KR er í erfiðri stöðu í neðsta sæti Dominos-deildar kvenna í körfuknattleik eftir leiki kvöldsins. KR fór í Stykkishólm og þar hafði Snæfell betur 77:61 í afar mikilvægum leik í baráttunni um áframhaldandi sæti í efstu deild að ári. 

Snæfell er með 6 stig og er því tveimur stigum fyrir ofan KR. Ljóst er að annað hvort þessara liða mun þurfa að falla niður um deild. KR-liðið getur enn bjargað sér en þarf þá að gera vel í síðustu umferðunum en KR á eftir að mæta Breiðabliki og Haukum á heimavelli og Fjölni á útivelli. Snæfell á eftir að mæta Skallagrími og Val á útivelli og Breiðabliki á heimavelli. 

KR verður að vinna tvo leiki til að geta komist upp fyrir Snæfell þar sem Snæfell er nú með yfirhöndina í innbyrðisviðureignum liðanna.

Haiden Denise Palmer átti stórbrotinn leik fyrir Snæfell. Hún skoraði 39 stig og var með fína skotnýtingu. Tók 9 fráköst, gaf 7 stoðsendingar, stal boltanum sex sinnum og hvíldi ekki eina einustu sekúndu. Anna Soffía Lárusdóttir lék einnig allar 40 mínúturnar hjá Snæfelli og skoraði 16 stig. Annika Holopainen skoraði 16 stig fyrir KR og tók 11 fráköst og Perla Jóhannsdóttir skoraði 14 stig. 

Breiðablik kom geysilega á óvart í kvöld og vann Keflavík í Smáranum 73:66. Valskonur geta þá aukið forskot sitt á toppnum upp í fjögur stig síðar í kvöld takist liðinu að vinna Skallagrím. 

Keflavík og Haukar eru með 26 stig en Valur 28 stig. Haukar töpuðu einnig í kvöld. Fyrir Fjölni 73:65 í Grafarvogi. Fjölnir er með 24 stig. 

Breiðablik er með 12 stig og með sigrinum á Keflavík sleit liðið sig endanlega frá Snæfelli og KR. 

Iva Georgieva var stigahæst hjá Breiðabliki með 28 stig og Ísabella Ósk Sigurðardóttir tók 16 fráköst og skoraði auk þess 12 stig. Daniela Wallen Morillo skoraði 19 stig fyrir Keflavík, tók 19 fráköst og stal boltanum sex sinnum. Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 18 stig fyrir Keflavík. 

Breiðablik - Keflavík 73:66

Smárinn, Dominos-deild kvenna, 28. apríl 2021.

Gangur leiksins:: 6:9, 13:9, 20:11, 27:11, 31:13, 36:15, 42:18, 42:22, 48:28, 51:32, 51:37, 59:43, 59:45, 59:54, 67:60, 73:66.

Breiðablik: Iva Georgieva 28/7 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 12/16 fráköst, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 10, Sóllilja Bjarnadóttir 8/5 fráköst, Jessica Kay Loera 8/9 fráköst/16 stoðsendingar/3 varin skot, Birgit Ósk Snorradóttir 7/4 fráköst.

Fráköst: 37 í vörn, 5 í sókn.

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 19/19 fráköst/6 stolnir, Anna Ingunn Svansdóttir 18, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 11/8 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 8, Anna Lára Vignisdóttir 4/4 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 2, Agnes Perla Sigurðardóttir 2, Erna Hákonardóttir 2.

Fráköst: 27 í vörn, 14 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Guðmundur Ragnar Björnsson.

Áhorfendur: 35

Fjölnir - Haukar 73:65

Dalhús, Dominos-deild kvenna, 28. apríl 2021.

Gangur leiksins:: 4:3, 8:8, 8:12, 18:14, 24:19, 27:22, 27:32, 29:34, 32:34, 34:39, 41:45, 49:45, 51:47, 58:55, 68:59, 73:65.

Fjölnir: Ariel Hearn 29/9 fráköst/7 stoðsendingar, Lina Pikciuté 14/17 fráköst, Sara Carina Vaz Djassi 9/5 fráköst, Heiða Hlín Björnsdóttir 7, Sigrún Björg Ólafsdóttir 6/6 fráköst, Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir 5, Sara Diljá Sigurðardóttir 3.

Fráköst: 24 í vörn, 16 í sókn.

Haukar: Sara Rún Hinriksdóttir 19/9 fráköst, Alyesha Lovett 16/4 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 11/5 fráköst/5 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 8, Lovísa Björt Henningsdóttir 6, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 4, Eva Margrét Kristjánsdóttir 1.

Fráköst: 16 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Aðalsteinn Hjartarson, Ingi Björn Jónsson.

Snæfell - KR 77:61

Stykkishólmur, Dominos-deild kvenna, 28. apríl 2021.

Gangur leiksins:: 2:2, 7:4, 11:10, 21:12, 25:15, 33:20, 36:26, 44:34, 46:39, 52:42, 52:42, 54:46, 60:52, 64:55, 69:56, 77:61.

Snæfell: Haiden Denise Palmer 39/9 fráköst/7 stoðsendingar/6 stolnir, Anna Soffía Lárusdóttir 16/6 fráköst, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 7, Rebekka Rán Karlsdóttir 6/4 fráköst, Emese Vida 6/19 fráköst/5 stolnir, Dunia Huwé 3.

Fráköst: 31 í vörn, 10 í sókn.

KR: Annika Holopainen 16/11 fráköst, Perla Jóhannsdóttir 14/5 stoðsendingar, Ástrós Lena Ægisdóttir 10, Unnur Tara Jónsdóttir 9/7 fráköst, Taryn Ashley Mc Cutcheon 5/6 fráköst/7 stoðsendingar, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 3, Þóra Birna Ingvarsdóttir 2, Anna Fríða Ingvarsdóttir 2/5 fráköst.

Fráköst: 23 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Jóhann Guðmundsson, Bjarki Þór Davíðsson.

Áhorfendur: 54

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert