Viðureign Þórs frá Þorlákshöfn og Vals sem fram átti að fara annað kvöld í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, hefur verið frestað vegna kórónuveirusmita í Þorlákshöfn.
Leiknum hefur verið frestað um sólarhring og hann á nú að fara fram á föstudagskvöldið klukkan 18.15.