Grindvíkingar, án nokkurra sterkra leikmanna, unnu ævintýralegan sigur á ÍR, 79:76, í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í Grindavík í kvöld og gerðu það með því að skora síðustu sextán stigin í leiknum.
ÍR-ingar voru einu stigi yfir í hálfleik, 38:37, og eftir jafna baráttu í seinni hálfleik náði ÍR þrettán stiga forskoti, 76:63, þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir. Sigur Breiðhyltinga virtist í sjónmáli en Grindvíkingar svöruðu því með þrettán stigum í röð og jöfnuðu metin í 76:76 þegar 40 sekúndur voru eftir af leiknum.
Og það var síðan Kristinn Pálsson sem skoraði sigurkörfu Grindvíkinga með þriggja stiga skoti, 79:76, um leið og lokaflautið gall.
Kazembe Abif skoraði 19 stig fyrir Grindavík og tók 14 fráköst, Kristinn Pálsson 17 og Björgvin Hafþór Ríkharðsson 15.
Hjá ÍR var Evan Singletary með 25 stig og Collin Pryor 16.
Grindvíkingar styrktu með þessu stöðu sína í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Þeir eru með 18 stig eins og Tindastóll í sjötta og sjöunda sæti og Þór á Akureyri er með 16 stig í áttunda sætinu.
ÍR-ingar eru hinsvegar komnir niður í fallbaráttu með þessum úrslitum. Þeir eru með 14 stig en Höttur, Haukar og Njarðvík eru með 12 stig hvert.
HS Orku-höllin, Dominos deild karla, 29. apríl 2021.
Gangur leiksins:: 5:3, 7:7, 13:11, 16:15, 23:20, 27:27, 29:34, 37:38, 39:42, 50:47, 53:51, 59:59, 62:68, 63:71, 73:76, 79:76.
Grindavík: Amenhotep Kazembe Abif 19/15 fráköst, Kristinn Pálsson 17/6 fráköst/9 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 15/6 fráköst/3 varin skot, Ólafur Ólafsson 12/5 fráköst/7 stoðsendingar, Bragi Guðmundsson 9/4 fráköst, Jens Valgeir Óskarsson 3, Kristófer Breki Gylfason 2/4 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 2.
Fráköst: 32 í vörn, 13 í sókn.
ÍR: Evan Christopher Singletary 25/5 stoðsendingar, Collin Anthony Pryor 16, Danero Thomas 9/6 stoðsendingar, Zvonko Buljan 8/7 fráköst/5 stoðsendingar, Sigvaldi Eggertsson 6/4 fráköst, Alfonso Birgir Söruson Gomez 5, Everage Lee Richardson 4, Sæþór Elmar Kristjánsson 3/4 fráköst.
Fráköst: 21 í vörn, 1 í sókn.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Gunnlaugur Briem, Friðrik Árnason.
Áhorfendur: 60