Dramatískur sigur Hattar - Stjarnan lagði Njarðvík

Michael Mallroy var hetja Hattarmanna í kvöld og fer hér …
Michael Mallroy var hetja Hattarmanna í kvöld og fer hér framhjá Þórsaranum Ohouo Guy Landry. Dómarinn reyndi Rögnvaldur Hreiðarsson fylgist grannt með. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Stjarnan eygir enn von um að ná Keflavík að stigum á toppi úrvalsdeildar karla í körfuknattleik, Dominos-deildarinnar, eftir sigur á Njarðvík og Höttur galopnaði fallbaráttuna enn frekar með ævintýralegum sigri gegn Þór á Akureyri, 84:83.

Þór var yfir í hálfleik gegn Hetti á Akureyri, 46:41, og Akureyrarliðið náði mest ellefu stiga forskoti í seinni hálfleiknum. Höttur minnkaði muninn í eitt stig, 78:77, þegar þrjár mínútur voru eftir og jafnaði síðan metin í 82:82 á lokamínútunni. Þórsarar komust yfir á ný, 83:82, en Michael Mallroy skoraði sigurkörfu Hattar þegar þrjár sekúndur voru eftir.

Höttur náði þar með Njarðvík og Haukum að stigum í æsispennandi botnslag deildarinnar en liðin eru öll með 12 stig. ÍR er með 14 stig þar fyrir ofan og er að spila við Grindavík þessa stundina.

Michael Mallroy skoraði 25 stig fyrir Hött, Bryan Alberts 16 og Juan Luis Navarro 11. Hjá Þór var Ivan Aurrecoechea með 23 stig og 13 fráköst. Þórsarar eru með 16 stig í áttunda sætinu og í lítilli fallhættu en eiga áfram góða möguleika á að komast í úrslitakeppnina.

Stjarnan var með undirtökin gegn Njarðvík allan tímann þó munurinn hafi aldrei verið mikill. Staðan í hálfleik var 42:35. Njarðvík minnkaði muninn í 75:70 þegar stutt var eftir en Garðbæingar skoruðu sjö síðustu stigin.

Gunnar Ólafsson og Austin james Brodeur skoruðu 16 stig hvor fyrir Stjörnuna, Mirza Sarajlija 15 og Hlynur Bæringsson 14. Antonio Hester skoraði 17 stig fyrir Njarðvík og Kyle Johnson 16.

Stjarnan er með 26 stig í öðru sæti, sex stigum á eftir Keflavík sem getur tryggt sér sigur í deildinni annað kvöld.

Þór Akureyri - Höttur 83:84

Höllin Ak, Dominos deild karla, 29. apríl 2021.

Gangur leiksins:: 4:9, 9:12, 15:17, 17:22, 23:26, 28:33, 37:41, 46:41, 50:47, 58:50, 68:57, 68:62, 72:66, 73:68, 78:77, 83:84.

Þór Akureyri: Ivan Aurrecoechea Alcolado 23/13 fráköst, Andrius Globys 15/5 fráköst, Dedrick Deon Basile 12/4 fráköst/12 stoðsendingar, Ohouo Guy Landry Edi 12/6 fráköst, Srdan Stojanovic 9/4 fráköst, Kolbeinn Fannar Gíslason 9, Ragnar Ágústsson 3.

Fráköst: 24 í vörn, 12 í sókn.

Höttur: Michael A. Mallory II 25/8 stoðsendingar, Bryan Anton Alberts 16, Juan Luis Navarro 11, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8, Eysteinn Bjarni Ævarsson 7/6 fráköst, Brynjar Snaer Gretarsson 6, Hreinn Gunnar Birgisson 6/4 fráköst, David Guardia Ramos 3, Dino Stipcic 2/4 fráköst/6 stoðsendingar.

Fráköst: 22 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Bjarki Þór Davíðsson.

Áhorfendur: 200

Stjarnan - Njarðvík 82:70

Mathús Garðabæjar höllin, Dominos deild karla, 29. apríl 2021.

Gangur leiksins:: 7:2, 9:8, 14:15, 19:19, 23:24, 27:29, 33:31, 42:35, 47:37, 50:41, 54:45, 60:51, 65:59, 68:65, 75:70, 82:70.

Stjarnan: Austin James Brodeur 16/13 fráköst, Gunnar Ólafsson 16/5 fráköst, Mirza Sarajlija 15, Hlynur Elías Bæringsson 14/7 fráköst, Orri Gunnarsson 8, Ægir Þór Steinarsson 6/4 fráköst/11 stoðsendingar, Dúi Þór Jónsson 3, Arnþór Freyr Guðmundsson 3, Tómas Þórður Hilmarsson 1/7 fráköst.

Fráköst: 30 í vörn, 8 í sókn.

Njarðvík: Antonio Hester 17/10 fráköst, Kyle Johnson 16/4 fráköst, Rodney Glasgow Jr. 14, Mario Matasovic 10/9 fráköst, Logi Gunnarsson 6, Ólafur Helgi Jónsson 3, Maciek Stanislav Baginski 2, Jón Arnór Sverrisson 2.

Fráköst: 25 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Jakob Árni Ísleifsson.

Áhorfendur: 77

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert