Mjög erfitt verkefni Íslands í ágúst

Elvar Már Friðriksson hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin …
Elvar Már Friðriksson hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár en hann leikur með Siauliai í Litháen. Ljósmynd/FIBA

Ljóst er að karlalandsliðið í körfuknattleik á mjög erfitt verkefni fyrir höndum í ágústmánuði þegar það tekur þátt í annarri umferð forkeppni heimsmeistaramótsins.

Liðið tryggði sér sæti þar með því að vinna sinn riðil í fyrstu umferðinni í vetur, eftir baráttu við Slóvakíu, Lúxemborg og Kósóvó. Nú bíða öllu sterkari andstæðingar en Ísland mætir Danmörku og Svartfjallalandi í einum af fjórum þriggja liða riðlum í annarri umferðinni.

Tvö efstu liðin komast í sjálfa undankeppnina sem hefst síðar í haust.

Svartfjallaland er í 26. sæti á heimslista FIBA, Ísland í 46. sæti og Danmörk í 56. sæti en það segir lítið um styrkleika liðanna. Danir hafa oft verið með svipað lið og Íslendingar en nú virðast þeir mun sterkari. Danir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu hið sterka lið Litháen á útivelli, 80:76, í undankeppni EM á síðasta ári og töpuðu seinni leiknum með eins stig mun í febrúar.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert