Spennusigur Hauka og fallbaráttan galopin

Haukamaðurinn Ragnar Nathanaelsson er grimmur á svip og Skagfirðingurinn Nikolas …
Haukamaðurinn Ragnar Nathanaelsson er grimmur á svip og Skagfirðingurinn Nikolas Tomsick virðist smeykur við hann í leiknum á Ásvöllum í kvöld. mbl.is/Eggert

Haukar hafa heldur betur galopnað fallbaráttuna í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, eftir sigur á Tindastóli, 93:91, á Ásvöllum í kvöld.

Haukar eru þá komnir með 12 stig eins og Njarðvíkingar í tíunda og ellefta sætinu. Höttur er með 10 stig en ÍR er þar fyrir ofan með 14 stig. Þessi lið eru nú öll í mikilli fallhættu en Njarðvík, Höttur og ÍR eru öll að spila í kvöld þannig að staðan gæti breyst enn frekar.

Staðan í hálfleik var 51:47, Haukum í hag og leikurinn var æsispennadi í lokin. Tindastóll fékk tækifæri til að skora í stuttri sókn en Kólumbíumaðurinn Hansel Atencia stal boltanum af Sauðkrækingum og tryggði með því Hafnarfjarðarliðinu stigin dýrmætu.

Atencia átti stórleik með Haukum og  skoraði 34 stig og Pablo Bertone skoraði 16.

Nikolas Tomsick skoraði 31  stig fyrir Tindastól og Jaka Brodnik 23. Sauðkrækingar eru með 18 stig og eru sem stendur í sjötta sætinu.

Haukar - Tindastóll 93:91

Ásvellir, Dominos deild karla, 29. apríl 2021.

Gangur leiksins:: 6:6, 16:11, 20:22, 22:25, 26:27, 39:31, 46:40, 51:47, 54:52, 62:58, 63:62, 70:67, 76:74, 78:76, 85:83, 93:91.

Haukar: Hansel Giovanny Atencia Suarez 34, Pablo Cesar Bertone 16/4 fráköst/5 stoðsendingar, Hilmar Pétursson 10/6 fráköst, Jalen Patrick Jackson 9/5 fráköst, Brian Edward Fitzpatrick 8/5 fráköst, Breki Gylfason 8, Austin Magnus Bracey 6, Emil Barja 2.

Fráköst: 22 í vörn, 6 í sókn.

Tindastóll: Nikolas Tomsick 31/9 stoðsendingar, Jaka Brodnik 23, Flenard Whitfield 14/8 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 9/5 fráköst/5 stoðsendingar, Axel Kárason 6/4 fráköst, Antanas Udras 5/6 fráköst, Hannes Ingi Másson 3.

Fráköst: 18 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Johann Gudmundsson, Aron Rúnarsson.

Áhorfendur: 100

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert