Breiðablik tryggði sér í kvöld sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik með því að sigra Sindra, 99:79, í toppslag á Hornafirði í kvöld.
Blikar eru með 24 stig og eiga einn leik eftir og keppinautar þeirra geta ekki náð þeim lengur. Sindri var eina liðið sem átti möguleika á að standa í vegi fyrir Kópavogsliðinu fyrir leikina í kvöld.
Hin átta liðin í deildinni fara síðan í umspil um eitt sæti í úrvalsdeildinni.
Árni Elmar Hrafnsson skoraði 26 stig fyrir Breiðablik í kvöld, Samuel Prescott 16 og Sigurður Pétursson 13. Dallas Morgan skoraði 23 stig fyrir Sindra og tók 10 fráköst.