Martin Hermannsson skoraði 11 stig fyrir Valencia þegar liðið vann fjórtán stiga sigur gegn Murcia í efstu deild Spánar í körfuknattleik í Murcia í dag.
Leiknum lauk með 80:66-sigri Valencia en Martin gaf einnig fjórar stoðsendingar í leiknum ásamt því að taka þrjú fráköst en hann lék í 21 mínútu.
Valencia leiddi með fjórtán stigum í hálfleik, 44:28, og var með frumkvæðið í leiknum allan síðari hálfleikinn.
Valencia er í fimmta sæti deildarinnar með 42 stig og öruggt með sæti í úrslitakeppni deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir af deildarkeppninni.