Callum Lawson átti stórleik fyrir Þór frá Þorlákshöfn þegar liðið fékk Val í heimsókn í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í Icelandic Glacial-höllina í Þorlákshöfn í kvöld.
Leiknum lauk með tveggja stiga sigri Þórsara, 98:96, en Lawson gerði sér lítið fyrir og skoraði 31 stig, ásamt því að taka fjögur fráköst og gefa eina stoðsendingu.
Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en staðan var jöfn í hálfleik, 47:47. Þórsarar leiddu með þremur stigum fyrir þriðja leikhluta, 74:71, en Valsmönnum tókst að minnka forskot Þórsara í eitt stig þegar rúmlega ein og hálf mínúta var til leiksloka, 94:95.
Styrmir Snær Þrastarson kom Þórsurum yfir, 97:94, þegar 38 sekúndur voru til leiksloka og Valsmönnum tókst ekki að koma til baka.
Styrmir Snær fór mikinn fyrir Þórsara, skoraði 24 stig og tók tíu fráköst, en Jordan Roland var stigahæstur Valsmanna með 22 stig og fimm stoðsendingar.
Þórsarar endurheimtu annað sæti deildarinnar með sigrinum og eru með 26 stig, líkt og Stjarnan.
Valsmenn, sem höfðu unnið sex leiki í röð áður en kom að leik kvöldsins, eru með 20 stig í fjórða sæti deildarinnar.
Gangur leiksins:: 5:4, 7:12, 13:16, 18:22, 22:31, 31:34, 37:41, 45:47, 53:47, 58:55, 63:62, 74:68, 79:73, 86:79, 92:86, 98:96.
Þór Þorlákshöfn: Callum Reese Lawson 31/4 fráköst, Styrmir Snær Þrastarson 24/10 fráköst, Larry Thomas 14/5 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 11, Adomas Drungilas 9/12 fráköst/10 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 5, Davíð Arnar Ágústsson 3, Halldór Garðar Hermannsson 1.
Fráköst: 29 í vörn, 7 í sókn.
Valur: Jordan Jamal Roland 22/5 stoðsendingar, Miguel Cardoso 21/4 fráköst, Kristófer Acox 18/5 fráköst, Jón Arnór Stefánsson 13, Sinisa Bilic 8, Hjálmar Stefánsson 8/5 fráköst/5 stolnir, Pavel Ermolinskij 5/6 fráköst/9 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 1.
Fráköst: 19 í vörn, 6 í sókn.
Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Friðrik Árnason.