Deildarmeistararnir héldu uppteknum hætti

Calvin Burks jr. átti stórleik á Sauðárkróki.
Calvin Burks jr. átti stórleik á Sauðárkróki. mbl.is/Kristinn Magnússon

Calvin Burks jr. átti stórleik fyrir Keflavík þegar liðið heimsótti Tindastól í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, á Sauðárkrók í kvöld.

Burks var með tvöfalda tvennu, skoraði 27 stig og gaf tíu stoðsendingar en leiknum lauk með 86:71-sigri Keflavíkur.

Tindastóll leiddi með einu stigi eftir fyrsta leikhluta en eftir það voru Keflvíkingar með frumkvæðið í leiknum allan tímann og leiddu með ellefu stigum fyrir fjórða leikhluta, 67:56.

Dominykas Milka átti einnig mjög góðan leik fyrir Keflavík, skoraði 25 stig og tók átta fráköst en Nikolas Tomsick var stigahæstur Tindastóls með 20 stig og sjö stoðsendingar.

Keflavík er með 36 stig í efsta sæti deildarinnar en liðið tryggði sér deildarbikarinn síðasta föstudag með sigri gegn KR í Keflavík.

Tindastóll er með 18 stig í sjöunda sæti deildarinnar og svo gott sem öruggt með sæti í úrslitakeppninni.

Gangur leiksins:: 3:4, 12:6, 14:10, 19:18, 19:20, 28:28, 31:40, 37:42, 37:50, 46:54, 49:59, 56:65, 61:72, 63:74, 67:81, 71:86.

Tindastóll: Nikolas Tomsick 20/7 stoðsendingar, Flenard Whitfield 18/6 fráköst, Antanas Udras 10/8 fráköst, Jaka Brodnik 6/6 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 6/5 stoðsendingar, Helgi Rafn Viggósson 4, Hannes Ingi Másson 3, Viðar Ágústsson 3/8 fráköst, Axel Kárason 1.

Fráköst: 28 í vörn, 9 í sókn.

Keflavík: Calvin Burks Jr. 27/10 stoðsendingar, Dominykas Milka 25/8 fráköst, Deane Williams 17/12 fráköst, Valur Orri Valsson 9/6 stoðsendingar, Ágúst Orrason 5/4 fráköst, Reggie Dupree 3.

Fráköst: 22 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Helgi Jónsson.

Áhorfendur: 69

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert