Íslendingarnir höfðu hægt um sig

Martin Hermannsson lék í rúmar sautján mínútur í dag.
Martin Hermannsson lék í rúmar sautján mínútur í dag. Ljósmynd/@YarisahaBasket

Martin Hermannsson skoraði 3 stig fyrir Valencia þegar liðið vann 100:89-heimasigur gegn Estudiantes í efstu deild Spánar í körfuknattleik í dag.

Jafnræði var með liðunum framan af en Valencia skoraði 24 stig gegn 16 stigum Estudiantes í fjórða leikhluta og gerði þannig út um leikinn.

Martin gaf þrjár stoðsendingar og tók þrjú fráköst á rúmlega sautján mínútum en Valencia fer með sigrinum upp í fjórða sæti deildarinnar í 44 stig og er öruggt með sæti í úrslitakeppninni.

Þá skoraði Tryggvi Snær Hlinason 6 stig fyrir Zaragoza þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir toppliði Real Madrid, 98:89.

Tryggvi tók tvö fráköst og gaf eina stoðsendingu á rúmlega ellefu mínútum en Zaragoza er í tíunda sæti deildarinnar með 28 stig, tveimur stigum frá sæti í úrslitakeppninni.

Tryggvi Snær Hlinason í leik með Zaragoza.
Tryggvi Snær Hlinason í leik með Zaragoza. Ljósmynd/FIBA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert