Njarðvíkingar voru nú rétt í þessu að tryggja sér langþráðan sigur í Dominos-deild karla í körfuknattleik þegar þeir lögðu Þórsara frá Akureyri, 97:75.
Fyrir leikinn voru Njarðvíkingar búnir að tapa tveimur leikjum í röð og komnir í neðsta sæti deildarinnar. Sigurinn lyftir Njarðvíkingum tímabundið uppí 9 sæti deildarinnar. Sigurinn lyftir Njarðvíkingum tímabundið uppí 9 sæti deildarinnar á meðan Þórsara halda enn í 8. sætið og eygja von á úrslitakeppni í ár.
Leikurinn hófst nokkuð jafnt á báða bóga en þegar líða tók á þriðja leikhluta þá tóku Njarðvíkingar öll völd og sigldu heim sigrinum mikilvæga. Þórsarar misstu af gullnu tækifæri til að færa sig nær úrslitakeppninni en tapið færir þá en nær fallbaráttunni.
Leikurinn sem slíkur var hin mesta skemmtun. Hart var barist framan af leik og höfðu gestirnir frá Akureyri ákveðið frumkvæði í leiknum en Njarðvíkingar gáfu í á lokakafla fyrri hálfleiks og uppskáru 4 stiga forystu.
Þriðji fjórðungur hefur ekki reynst þeim Njarðvíkingum mikill fengur í vetur en í þessum leik áttu þeir líkast til sinn besta þriðja fjórðung þar sem þeir lögðu grunn að sigrinum mikilvæga. Það slen og deyfð sem lifaðu hefur grósku lífi í Njarðvíkingum síðustu leiki var hvergi að sjá þetta kvöldið.
Því hafði verið skipt út fyrir baráttu og dugnað svo um munaði. Heimamenn og nær sveitungar í Reykjanesbæ voru full meðvitaðir um þá stöðu sem væri hjá liðinu og framistaða liðsins var eftir því. "Við fögnum aðeins núna en svo er nóg eftir. Næsta verkefni er framundan og við þurfum að gíra okkur í það." sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkinga eftir leik í kvöld og augljóslega var honum létt eftir sigurinn.
Auk þeirra hluta sem breytust á þessu Njarðvíkurliði var ákvefðin í þeirra leik og hraðinn. Í stað þess að hægja á leiknum þá héldu heimamenn uppi góðum hraða á leiknum, fengu fleiri skot og skoruðu töluvert meira fyrir vikið. Með hverri körfunni jókst á sjálfstraustið og undir lok þegar sigurinn var í raun tryggður var næsta markmið að ná innbyrðis stigaskori milli liðana.
Þórsarar sigruðu fyrri leikinn með 22 stigum og því vildu Njarðvíkingar næla í 23 stiga sigur. Það náðist ekki en Njarðvíkingar jöfnuðu það. Þetta þýðir að hærra stigaskor liðanna í leikjunum tveimur gildir og þar eru liðin einnig jöfn þar sem þau skoruðu bæði 165 stig í þessum tveimur leikjum.
Þá tekur við skoruð stig vs stig fengin á sig í deildinni og þar hafa Njarðvíkinga vinninginn sem stendur. Flókin fræði bakvið þetta allt en hvað sem lætur þá er þessi deild langt frá því að vera búin. Þórsara sýndu baráttu framan af leik og ætluðu sér alls kostar að sýna hvað í þeim bjó.
Fljótlega hinsvegar í seinni hálfleik fór að draga af þeim og trú á sigri dvínaði með hverri mínútu. Srdan Stojanovic hélt þeim á floti á tímabili með skotum utan úr teig. Þórsarar sóttu stíft inn í teig Njarðvíkinga sem framan af reyndist þeim vel. Ivan Alcolado sá dugnaðarforkur hætti varla fyrr en boltinn fór ofaní og Njarðvíkingar í mesta basli með eðal spænska naut þeirra Þórsara.
Einhverra hluta vegna brugðu gestirnir af þessari braut sinni og fór að sætta sig við verri skot utan af velli. En það er í raun ótrúlegt hvernig þessi deild er að spilast og hver leikur hér eftir er í raun bikarúrslitaleikur fyrir öll lið, nema þá kannski Keflvíkinga sem hafa tryggt 1. sætið. Þessi tvö lið geta hæglega með því að spila út rétt spil í komandi leikjum nælt sér í úrslitakeppnissæti, en hliðarspor í ranga átt getur þýtt fall úr deildinni.
Gangur leiksins:: 5:4, 8:13, 15:21, 20:24, 20:28, 26:28, 32:32, 40:36, 45:41, 54:48, 60:58, 68:61, 75:61, 81:67, 90:73, 97:75.
Njarðvík: Rodney Glasgow Jr. 24, Kyle Johnson 24/8 fráköst, Antonio Hester 14/12 fráköst/5 stoðsendingar, Mario Matasovic 12/4 fráköst, Jón Arnór Sverrisson 9, Maciek Stanislav Baginski 8, Ólafur Helgi Jónsson 3, Logi Gunnarsson 3.
Fráköst: 20 í vörn, 10 í sókn.
Þór Akureyri: Ivan Aurrecoechea Alcolado 22/14 fráköst, Dedrick Deon Basile 17/5 fráköst/5 stoðsendingar, Srdan Stojanovic 17, Andrius Globys 10/4 fráköst, Ohouo Guy Landry Edi 4/10 fráköst, Hlynur Freyr Einarsson 3, Ragnar Ágústsson 2.
Fráköst: 24 í vörn, 12 í sókn.
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jóhannes Páll Friðriksson, Sigurbaldur Frimannsson.