Anna Soffía Lárusdóttir átti stórleik fyrir Snæfell þegar liðið heimsótti Skallagrím í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í Borgarnesi í dag.
Leiknum lauk með 20 stiga sigri Snæfells, 87:67, en Anna Soffía skoraði 27 stig ásamt því að taka fjögur fráköst.
Snæfell leiddi með ellefu stigum í hálfleik 40:29 en Skallagrími tókst að minna forskot Snæfells í sjö stig í þriðja leikhluta. Snæfell skoraði 27 stig gegn 14 stigum Skallagríms í fjórða leikhluta og þar við sat.
Haiden Palmer átti mjög góðan leik fyrir Snæfell og skoraði 20 stig, tók tíu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar en Sanja Orozovic var stigahæst Skallagríms með 22 stig.
Snæfell er með 8 stig í sjöunda sæti deildarinnar og öruggt með sæti sitt í deildinni að ári. Skallagrímur er í fimmta sætinu með 16 stig.
Gangur leiksins:: 2:5, 6:10, 12:15, 16:19, 20:25, 24:31, 29:35, 29:40, 34:48, 40:54, 48:57, 53:60, 58:69, 61:74, 63:84, 67:87.
Skallagrímur: Sanja Orozovic 22/11 fráköst/6 stoðsendingar, Keira Breeanne Robinson 15/6 fráköst, Embla Kristínardóttir 14/4 fráköst, Maja Michalska 6/8 fráköst, Nikita Telesford 5, Ingibjörg Rósa Jónsdóttir 3, Gunnhildur Lind Hansdóttir 2/6 fráköst.
Fráköst: 29 í vörn, 11 í sókn.
Snæfell: Anna Soffía Lárusdóttir 27/4 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 25/5 stoðsendingar, Haiden Denise Palmer 22/10 fráköst/14 stoðsendingar, Dunia Huwé 6/7 fráköst, Emese Vida 4/23 fráköst, Dagný Inga Magnúsdóttir 3.
Fráköst: 39 í vörn, 8 í sókn.
Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Ingi Björn Jónsson, Bjarki Þór Davíðsson.
Áhorfendur: 50