Valsmenn eru komnir í fjórða sæti úrvalsdeildar karla í körfuknattleik, Dominos-deildarinnar, eftir átta stiga sigur gegn Haukum á Hlíðarenda í 20. umferð deildarinnar í kvöld.
Leiknum lauk með 87:79-sigri Vals en Jordan Roland var stigahæstur Valsmanna með 31 stig og sex fráköst.
Haukar voru sterkari framan af og leiddu 22:15-eftir fyrsta leikhluta. Valsmönnum tókst að klóra í bakkann og var staðan 37:34, Haukum í vil, í hálfleik.
Valsmenn mættu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og leiddu með þremur stigum fyrir fjórða leikhluta, 65:62. Haukum tókst að minnka forskot Valsmanna í eitt stig í upphafi fjórða leiklhluta en lengra komust þeir ekki og Valsmenn fögnuðu sigri.
Sinisa Bilic átti mjög góðan leik fyrir Valsmenn, skoraði 26 stig og tók fimm fráköst, en Pablo Bertone var stigahæstur Hauka með 19 stig.
Valsmenn eru með 22 stig í fjórða sæti deildarinnar en Haukar eru með 12 stig í neðsta sæti deildarinnar, tveimur stigum frá öruggu sæti.
Gangur leiksins:: 5:5, 9:7, 13:15, 15:22, 20:27, 25:32, 28:32, 34:37, 40:44, 47:49, 56:57, 65:62, 69:66, 74:68, 80:73, 87:79.
Valur: Jordan Jamal Roland 31/6 fráköst, Sinisa Bilic 26/5 fráköst, Hjálmar Stefánsson 10/6 fráköst, Kristófer Acox 8/8 fráköst, Jón Arnór Stefánsson 5, Miguel Cardoso 4, Pavel Ermolinskij 3/6 fráköst/6 stoðsendingar.
Fráköst: 26 í vörn, 8 í sókn.
Haukar: Pablo Cesar Bertone 19, Jalen Patrick Jackson 17, Brian Edward Fitzpatrick 12/13 fráköst, Hansel Giovanny Atencia Suarez 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Hilmar Pétursson 8, Breki Gylfason 5/6 fráköst, Austin Magnus Bracey 3, Ragnar Agust Nathanaelsson 2, Emil Barja 2.
Fráköst: 23 í vörn, 11 í sókn.
Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Bjarki Þór Davíðsson.
Áhorfendur: 67