Deildarmeistaratitillinn í höfn

Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 14 stig fyrir Val í kvöld.
Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 14 stig fyrir Val í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Valskonur tryggðu sér í kvöld deildarmeistaratitilinn í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Dominos-deildinni, með mjög öruggum sigri á Snæfelli að Hlíðarenda, 86:62.

Staðan í hálfleik var 48:27 og sigur Valskvenna var aldrei í hættu. Þær eru komnar með 34 stig úr 20 leikjum og eru sex stigum á undan Keflvíkingum, sem eiga leik til góða en aðeins eftir að spila tvo leiki.

Lið Snæfells hafði þegar tryggt sér áframhaldandi sæti í deildinni eftir tvo sigurleiki í röð en liðið er fjórum stigum á undan KR við botn deildarinnar.

Gangur leiksins:: 4:4, 8:7, 13:7, 24:15, 31:15, 33:20, 40:26, 48:27, 52:34, 56:39, 63:41, 68:44, 75:47, 77:53, 83:58, 86:62.

Valur: Guðbjörg Sverrisdóttir 16/6 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 14/5 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 12/6 fráköst, Helena Sverrisdóttir 11/8 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 9/5 stoðsendingar, Lea Gunnarsdóttir 6, Eydís Eva Þórisdóttir 6/4 fráköst, Kiana Johnson 4/9 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Hallveig Jónsdóttir 4/5 fráköst, Nína Jenný Kristjánsdóttir 2, Anita Rún Árnadóttir 2.

Fráköst: 38 í vörn, 11 í sókn.

Snæfell: Tinna Guðrún Alexandersdóttir 22/4 fráköst, Haiden Denise Palmer 12/12 fráköst/5 stoðsendingar, Dunia Huwé 10, Anna Soffía Lárusdóttir 10/8 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 5, Dagný Inga Magnúsdóttir 3.

Fráköst: 28 í vörn, 2 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson, Aron Rúnarsson, Birgir Örn Hjörvarsson.

Áhorfendur: 96

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert