Fyrsti sigur KR síðan 18. mars

Tyler Sabin skoraði 22 stig fyrir KR.
Tyler Sabin skoraði 22 stig fyrir KR. Ljósmynd/Árni Torfason

Tyler Sabin var stigahæstur KR-inga þegar liðið vann ellefu stiga sigur gegn Stjörnunni í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í Mathús Garðabæjarhöllinni í Garðabæ í kvöld.

Leiknum lauk með 96:85-sigri KR en Sabin skoraði 22 stig, gaf sjö stoðsendingar og tók sex fráköst.

Vesturbæingar voru sterkara liðið allan tímann, leiddu 54:45, í hálfleik, og voru átta stigum yfir fyrir fjórða leikhluta, 77:69.

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson átti mjög góðan leik fyrir KR, skoraði 18 stig, en Gunnar Ólafsson var stigahæstur Garðbæinga með 20 stig.

Þetta var fyrsti sigur KR síðan 18. mars þegar liðið vann Hött á útivelli en KR er með 22 stig í fjórða sæti deildarinnar.

Stjarnan er sem fyrr örugg með þriðja sæti deildarinnar en liðið er með 26 stig þegar einni umferð er ólokið.

Gangur leiksins:: 3:4, 8:12, 14:15, 22:23, 27:33, 33:39, 35:44, 45:54, 52:56, 58:62, 61:71, 69:77, 75:80, 75:84, 82:91, 85:96.

Stjarnan: Gunnar Ólafsson 20/4 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 19/4 fráköst/8 stoðsendingar, Mirza Sarajlija 18, Hlynur Elías Bæringsson 11/12 fráköst, Austin James Brodeur 11/9 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 6.

Fráköst: 24 í vörn, 8 í sókn.

KR: Tyler Sabin 22/6 fráköst/7 stoðsendingar, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 18, Jakob Örn Sigurðarson 13, Brandon Joseph Nazione 12/12 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 11/6 fráköst/6 stoðsendingar, Zarko Jukic 8/7 fráköst/3 varin skot, Helgi Már Magnússon 7, Brynjar Þór Björnsson 5.

Fráköst: 33 í vörn, 4 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Friðrik Árnason, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson.

Áhorfendur: 97

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert