Úr ellefta sætinu í það áttunda

Antonio Hester fór mikinn fyrir Njarðvík í kvöld.
Antonio Hester fór mikinn fyrir Njarðvík í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Njarðvík vann risastóran sigur gegn ÍR þegar liðin mættust í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í Seljaskóla í Breiðholti í 21. umferð deildarinnar í kvöld.

Leiknum lauk með 106:99-sigri Njarðvíkur en Antonio Hester átti stórleik fyrir Njarðvík og skoraði 27 stig og tók átta fráköst.

Njarðvíkingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu með níu stigum í hálfleik, 57:48. ÍR-ingar komu til baka í þriðja leikhluta og var staðan 80:78, ÍR í vil, fyrir fjórða leikhluta.

Leikurinn var í járnum allt þangað til mínúta var til leiksloka þegar Hester kom Njarðvíkingum yfir 101:97 og ÍR-ingum tókst ekki að koma til baka eftir það.

Mario Matasovic var öflugur fyrir Njarðvíkinga og skoraði 22 stig og tók átta fráköst en Evan Singletary var stigahæstur ÍR-inga með 30 stig og tíu stoðsendingar.

Njarðvík fer með sigrinum upp úr ellefta sætinu í það áttunda og er með 16 stig, líkt og Þór frá Akureyri og ÍR, en Þórsarar eiga leik til góða á Njarðvík og ÍR.

Gangur leiksins:: 8:5, 10:10, 19:18, 24:22, 27:33, 32:46, 44:48, 48:57, 52:66, 59:68, 72:75, 80:78, 84:82, 89:88, 93:95, 99:106.

ÍR: Evan Christopher Singletary 30/10 stoðsendingar, Everage Lee Richardson 26/4 fráköst/5 stoðsendingar, Zvonko Buljan 17/5 fráköst, Danero Thomas 8/6 fráköst, Sigvaldi Eggertsson 7, Sæþór Elmar Kristjánsson 6/4 fráköst, Alfonso Birgir Söruson Gomez 3, Benoný Svanur Sigurðsson 2/4 fráköst.

Fráköst: 22 í vörn, 6 í sókn.

Njarðvík: Antonio Hester 27/8 fráköst, Mario Matasovic 22/8 fráköst, Logi Gunnarsson 20, Rodney Glasgow Jr. 18/6 fráköst/7 stoðsendingar, Maciek Stanislav Baginski 14, Kyle Johnson 5.

Fráköst: 21 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Gunnlaugur Briem.

Áhorfendur: 100

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert