Þór frá Akureyri tryggði sæti sitt í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, þegar liðið vann fimm stiga sigur gegn Þór frá Þorlákshöfn í Icelandic Glacial-höllinni í Þorlákshöfn í kvöld.
Leiknum lauk með 108:103-sigri Akureyringa en Dedrick Basile átti stórleik fyrir Akureyringa, skoraði 33 stig og gaf tólf stoðsendingar.
Þórsarar frá Þorlákshöfn leiddu með fimm stigum í hálfleik, 64:59, en Akureyringum tókst að jafna metin og þeir leiddu með tveimur stigum fyrir fjórða leikhluta.
Þegar fjórar mínútur voru til leiksloka var staðan 98:96, Akureyringum í vil, en þá skoruðu þeir átta stig í röð og náðu þannig þægilegu forskoti sem Þórsurum frá Þorlákshöfn tókst ekki að vinna upp.
Ivan Aurrecoechea skoraði 27 stig og tók ellefu fráköst fyrir Akureyringa en hjá Þórsurum frá Þorlákshöfn var Larry Thomas stigahæstur með 30 stig og átta stoðsendingar.
Akureyringar fara með sigrinum upp í 18 stig í áttunda sæti deildarinnar og eru nú fjórum stigum frá fallsæti fyrir lokaumferðina.
Þórsarar frá Þorlákshöfn eru öruggir með annað sæti deildarinnar en þeir eru með 28 stig, tveimur stigum meira en Stjarnan, og eru með betri innbyrðisviðureign á Garðbæinga.
Gangur leiksins:: 10:8, 21:15, 28:22, 33:26, 40:36, 49:43, 56:55, 61:59, 64:65, 69:72, 71:78, 81:83, 86:89, 88:96, 96:104, 103:108.
Þór Þorlákshöfn: Larry Thomas 30/5 fráköst/8 stoðsendingar, Styrmir Snær Þrastarson 18/6 fráköst, Ragnar Örn Bragason 15, Emil Karel Einarsson 12, Adomas Drungilas 11, Halldór Garðar Hermannsson 10/6 stoðsendingar, Davíð Arnar Ágústsson 7.
Fráköst: 15 í vörn, 6 í sókn.
Þór Akureyri: Dedrick Deon Basile 33/4 fráköst/12 stoðsendingar, Ivan Aurrecoechea Alcolado 27/11 fráköst, Srdan Stojanovic 23/9 fráköst, Ohouo Guy Landry Edi 10/7 fráköst, Andrius Globys 9/6 fráköst, Kolbeinn Fannar Gíslason 3, Júlíus Orri Ágústsson 3.
Fráköst: 27 í vörn, 12 í sókn.
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Ísak Ernir Kristinsson, Stefán Kristinsson.
Áhorfendur: 65