Dominykas Milka skoraði 26 stig fyrir Keflavík þegar liðið fékk Val í heimsókn í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í Blue-höllina í Keflavík í 21. umferð deildarinnar í kvöld.
Leiknum lauk með 101:82-stórsigri Keflavíkur en ásamt því að skora 26 stig tók Milka sjö fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.
Keflvíkingar tóku öll völd á vellinum strax í fyrsta leikhluta og leiddu með níu stigum að honum loknum, 31:22. Staðan í hálfleik var 56:45, Keflavík í vil, og þeir juku forskot sitt hægt og rólega í síðari hálfleik.
Hörður Axel Vilhjálmsson var öflugur í liði Keflavíkur með 17 stig og sex stoðsendingar en Jordan Roland var stigahæstur Valsmanna með 23 stig.
Keflavík er með 38 stig í efsta sæti deildarinnar og hefur aðeins tapað tveimur leikjum í deildinni í vetur en liðið hefur unnið ellefu leiki í röð.
Valsmenn eru með 22 stig í sjötta sæti deildarinnar, jafn mörg stig og Grindavík og KR, en liðið getur ekki endað neðar í deildinni þar sem Tindastóll og Þór frá Akureyri eru með 18 stig í sætunum fyrir neðan.
Gangur leiksins:: 0:8, 11:14, 22:14, 31:22, 34:27, 40:32, 46:40, 56:45, 63:47, 67:56, 74:58, 80:65, 89:67, 93:74, 96:80, 101:82.
Keflavík: Dominykas Milka 26/7 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 17/5 fráköst/6 stoðsendingar, Deane Williams 16/7 fráköst, Calvin Burks Jr. 15, Valur Orri Valsson 13/6 stoðsendingar, Arnór Sveinsson 8, Ágúst Orrason 3, Reggie Dupree 2, Þröstur Leó Jóhannsson 1.
Fráköst: 25 í vörn, 5 í sókn.
Valur: Jordan Jamal Roland 23, Finnur Atli Magnússon 14, Kristófer Acox 10/6 fráköst, Ástþór Atli Svalason 9, Illugi Steingrímsson 9/8 fráköst, Hjálmar Stefánsson 8, Miguel Cardoso 6, Sinisa Bilic 3.
Fráköst: 14 í vörn, 10 í sókn.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Jóhannes Páll Friðriksson, Bjarki Þór Davíðsson.
Áhorfendur: 105