Haukar tryggðu sér annað sætið

Alyesha Lovett var besti leikmaður Hauka í dag.
Alyesha Lovett var besti leikmaður Hauka í dag. Eggert Jóhannesson

Kiana Johnson skoraði 23 stig fyrir Val þegar liðið vann Keflavík í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í Blue-höllinni í Keflavík í lokaumferð deildarinnar í dag.

Valskonur leiddu með ellefu stigum í hálfleik, 48:37, og juku forskot sitt hægt og rólega í síðari hálfleik.

Þá átti Alyesha Lovett stórleik fyrir Hauka þegar liðið vann 103:57-sigur gegn KR í DHL-höllinni í Vesturbæ.

Lovett skoraði 27 stig og tók ellefu fráköst en sigur Hauka var aldrei í hættu og leiddu Hafnfirðingar 47:33 í hálfleik.

Í Borgarnesi unnu Fjölniskonur 102:83-sigur gegn Skallagrími þar sem Lina Pikciuté skoraði 25 stig og tók tuttugu fráköst.

Valskonur ljúka deildarkeppninni með 36 stig og mæta Fjölni í úrslitakeppninni en Fjölniskonur enduðu með 28 stig í fjórða sæti deildarinnar.

Þá mætast Haukar, sem enduðu í þriðja sætinu með 30 stig, og Keflavík sem luku keppni í þriðja sætinu með 28 stig.

Keflavík - Valur 68:81

Blue-höllin, Dominos deild kvenna, 08. maí 2021.

Gangur leiksins:: 7:5, 12:17, 17:18, 24:25, 27:33, 32:37, 34:44, 37:48, 41:53, 47:57, 50:60, 50:66, 55:67, 57:72, 62:78, 68:81, 68:81, 68:81.

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 23/18 fráköst/5 stoðsendingar, Katla Rún Garðarsdóttir 16/4 fráköst, Erna Hákonardóttir 10, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 8/5 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 8, Agnes María Svansdóttir 3.

Fráköst: 20 í vörn, 12 í sókn.

Valur: Kiana Johnson 23/4 fráköst/5 stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir 21/5 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 13/8 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 11/5 fráköst, Helena Sverrisdóttir 9/9 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 2/5 stolnir, Eydís Eva Þórisdóttir 2/5 stolnir.

Fráköst: 22 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Gunnlaugur Briem, Bjarki Þór Davíðsson, Helgi Jónsson.

Áhorfendur: 79

KR - Haukar 57:103

DHL-höllin, Dominos deild kvenna, 08. maí 2021.

Gangur leiksins:: 0:11, 4:18, 13:22, 16:26, 24:31, 26:34, 30:41, 33:45, 33:50, 37:64, 46:73, 51:79, 51:82, 53:89, 56:97, 57:103, 57:103, 57:103.

KR: Annika Holopainen 27/8 fráköst, Perla Jóhannsdóttir 12/4 fráköst, Eygló Kristín Óskarsdóttir 9/6 fráköst, Taryn Ashley Mc Cutcheon 4/8 stoðsendingar, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 3, Helena Haraldsdóttir 2.

Fráköst: 20 í vörn, 5 í sókn.

Haukar: Alyesha Lovett 27/11 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Irena Sól Jónsdóttir 12/4 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 11, Lovísa Björt Henningsdóttir 9, Sara Rún Hinriksdóttir 9/4 fráköst/5 stoðsendingar, Shanna Dacanay 9/5 stolnir, Bríet Sif Hinriksdóttir 9, Rósa Björk Pétursdóttir 6/4 fráköst, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 6/4 fráköst, Magdalena Gísladóttir 3, Kristrún Ríkey Ólafsdóttir 2/4 fráköst.

Fráköst: 24 í vörn, 15 í sókn.

Dómarar: Sigurður Jónsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Sigurður Jónsson.

Áhorfendur: 21

Skallagrímur - Fjölnir 83:102

Borgarnes, Dominos deild kvenna, 08. maí 2021.

Gangur leiksins:: 5:5, 7:13, 15:20, 22:28, 29:28, 39:38, 43:44, 45:54, 53:64, 62:70, 64:72, 66:78, 68:84, 74:88, 75:92, 83:102, 83:102, 83:102.

Skallagrímur: Keira Breeanne Robinson 33/5 fráköst, Embla Kristínardóttir 13/12 fráköst, Maja Michalska 12/7 fráköst, Nikita Telesford 8/7 fráköst, Sanja Orozovic 6/5 fráköst, Aðalheiður Ella Ásmundsdóttir 5, Ingibjörg Rósa Jónsdóttir 4, Heiður Karlsdóttir 1, Arna Hrönn Ámundadóttir 1/7 fráköst.

Fráköst: 34 í vörn, 12 í sókn.

Fjölnir: Lina Pikciuté 25/20 fráköst/4 varin skot, Ariel Hearn 23/9 fráköst/9 stoðsendingar, Heiða Hlín Björnsdóttir 13, Sara Carina Vaz Djassi 8/7 fráköst, Fanney Ragnarsdóttir 8, Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir 7, Sara Diljá Sigurðardóttir 5, Margret Osk Einarsdottir 5, Sigrún Björg Ólafsdóttir 4/10 stoðsendingar, Diljá Ögn Lárusdóttir 4.

Fráköst: 27 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Stefán Kristinsson, Guðmundur Ragnar Björnsson.

Áhorfendur: 28

Snæfell - Breiðablik 81:75

Stykkishólmur, Dominos deild kvenna, 08. maí 2021.

Gangur leiksins:: 2:1, 8:8, 17:12, 17:14, 23:18, 27:25, 32:28, 36:31, 43:33, 45:40, 45:42, 46:45, 50:47, 57:53, 64:63, 70:70, 74:73, 81:75.

Snæfell: Haiden Denise Palmer 27/22 fráköst/11 stoðsendingar, Emese Vida 21/23 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 18/7 fráköst, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 12, Anna Soffía Lárusdóttir 3.

Fráköst: 46 í vörn, 8 í sókn.

Breiðablik: Jessica Kay Loera 21/20 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 19, Iva Georgieva 14/8 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 7, Isabella Ósk Sigurðardóttir 6/6 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 2, Birgit Ósk Snorradóttir 2/7 fráköst, Jenný Harðardóttir 2.

Fráköst: 33 í vörn, 14 í sókn.

Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson, Sigurbaldur Frimannsson, Bjarni Rúnar Lárusson.

Áhorfendur: 45

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert