Bjarki Ármann Oddsson hefur framlengt samning sinn við Þór á Akureyri um þjálfun karlaliðs félagsins í körfuknattleik.
Bjarki tók við þjálfun Þórsara í haust, eftir fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar, en Akureyrarliðið hefur tryggt sér áframhaldandi sæti í deildinni og gæti í kvöld komist í úrslitakeppnina um Íslandsmeistaratitilinn.
Þetta kemur fram á heimasíðu Þórs og þar er jafnframt sagt að Jón Ingi Baldvinsson verði Bjarka áfram til aðstoðar. Samningur þeirra beggja sé til eins árs.