Hef meiri áhyggjur af dómaranefndinni

Lárus Jónsson, körfuknattleiksþjálfari úrvalsdeildarliðs Þórs frá Þorlákshöfn, var fremur léttur en þó áhyggjufullur eftir leik í kvöld þegar lið hans tapaði gegn Njarðvík í lokaumferð Dominosdeildarinnar.

Lárus sagðist vissulega hafa mætt til leiks til að vinna leikinn og þeir hafi spilað leikinn svona „allt í lagi" eins og hann orðaði það.  Njarðvíkingar hafi hinsvegar haft meiri löngun í sigur og að Antonio Hester með sinni framistöðu hafi einfaldlega átt þennan leik.

Lárus sagðist ekki hafa teljandi áhyggjur af liðinu farandi inni í úrslitakeppni með tapleik á bakinu en þó meiri áhyggjur af því að dómaranefnd hafi ákveðið að ákæra miðherja sinn Adomas Drungilas fyrir olnbogaskot í síðasta leik. 

Lárus sagði það vekja furðu að nefndin skuli ekki treysta tveimur að bestu dómurum landsins til að afgreiða málið á staðnum eins og þeir gerðu með óíþróttamannslegri villu og að í raun væri verið að tví dæma leikinn. 

Lárus Jónsson.
Lárus Jónsson. Ljósmynd/Þórir Tryggvason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert