Haukar eru komnir í 1:0 í einvígi sínu gegn Keflavík í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í körfubolta eftir 77:63-sigur á heimavelli í fyrsta leik liðanna í kvöld. Þrjá leiki þarf til að komast í úrslitaeinvígið þar sem Valur eða Fjölnir bíður.
Haukar voru með frumkvæðið allan leikinn og var sigurinn afar verðskuldaður. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 22:17 og hálfleikstölur 41:29. Keflavík gekk illa að minnka muninn í seinni hálfleik og var forskoti Hauka aldrei ógnað.
Haukar voru mjög skynsamir í leik sínum og með Alyesha Lovett og Lovísu Björt Henningsdóttur í stuði átti Keflavík ekki mikla möguleika.
Lovett var stigahæst hjá Keflavík með 26 og Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 14 stig, tók 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Lovísa Björt skoraði sjö og tók 10 fráköst. Daniela Wallen skoraði 28 stig fyrir Keflavík og Katla Rún Garðarsdóttir 11.
Annar leikur liðanna fer fram í Keflavík mánudaginn kemur.