Þórsarinn enn og aftur í bann

Adomas Drungilas hefur verið öflugur í liði Þórs frá Þorlákshöfn …
Adomas Drungilas hefur verið öflugur í liði Þórs frá Þorlákshöfn í vetur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Litháinn Adomas Drungilas hjá Þór Þorlákshöfn hefur verið úrskurðaður í þriggja leikja bann fyrir olnbogaskot sem hann veitti leikmanni Þórs frá Akureyri í leik liðanna á dögunum. 

Drungilas mun því missa af þremur fyrstu leikjum Þórsliðanna í úrslitakeppninni, en þau mætast einmitt í átta liða úrslitunum. 

Er þetta í þriðja sinn sem Drungilas er úrskurðaður í bann á skömmum tíma en hann fékk eins leiks bann fyrir olnbogaskot í leik gegn Haukum í mars og mánuði síðar tveggja leikja bann fyrir sömu sakir gegn Stjörnunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert