Úrslitakeppnin hefst í kvöld

Dagbjört Dögg Karlsdóttir hjá Val og Emilía Ósk Gunnarsdóttir hjá …
Dagbjört Dögg Karlsdóttir hjá Val og Emilía Ósk Gunnarsdóttir hjá Keflavík eru í stórum hlutverkum. Kristinn Magnússon

Úrslitakeppnin á Íslandsmóti kvenna í körfuknattleik hefst í kvöld en fjögur efstu liðin úr Dominos-deildinni unnu sér keppnisrétt í úrslitakeppninni.

Úrslitakeppnin féll niður í fyrra vegna heimsfaraldursins en að þessu sinni eru það annars vegar Haukar og Keflavík sem mætast og hins vegar Valur og Fjölnir.

Valur varð deildarmeistari, Haukar höfnuðu í öðru sæti, Keflavík í þriðja og Fjölnir kom nokkuð á óvart og náði fjórða sæti.

Leikir kvöldsins:

Haukar - Keflavík klukkan 18:15

Valur - Fjölnir klukkan 20:15

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert