Russell Westbrook heldur áfram að bæta eigið met yfir flestar þrefaldar tvennur í NBA-deildinni í körfubolta vestanhafs en hann gerði 21 stig, tók 12 fráköst og gaf 17 stoðsendingar í 120:105-heimasigri Washington Wizards á Cleveland Cavaliers í nótt. Með sigrinum gulltryggðu Westbrook og félagar sér sæti í úrslitakeppninni.
Þangað getur New Orleans Pelicans ekki lengur komist eftir tap á útivelli fyrir Golden State Warriors, 122:125. Hinn 21 árs gamli Jordan Poole fór á kostum fyrir Golden State og skoraði 38 stig. Nickeil Alexander-Walker gerði 30 fyrir New Orleans.
Þá vann neðsta lið Vesturdeildarinnar, Houston Rockets, óvæntan 122:115-heimasigur á Los Angeles Clippers. Jae'Sean Tate og Kelly Olynyk skoruðu 20 stig hvor fyrir Houston.
Úrslit næturinnar í NBA-körfuboltanum:
Washington Wizards - Toronto Raptors 114:102
Detroit Pistons - Denver Nuggets 91:104
Oklahoma City Thunder - Utah Jazz 93:109
Philadelphia 76ers - Orlando Magic 122:97
Dallas Mavericks - Toronto Raptors 114:110
Houston Rockets - Los Angeles Clippers 122:115
Memphis Grizzlies - Sacramento Kings 107:106
Golden State Warriors - New Orleans Pelicans 125:122