Stjarnan vann öruggan 90:72-sigur á Grindavík í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta á heimavelli í kvöld. Stjörnumenn voru yfir allan tímann og var sigurinn sannfærandi.
Staðan í hálfleik var 44:38 og voru Stjörnumenn töluvert sterkari aðilinn í seinni hálfleik og unnu afar verðskuldaðan sigur.
Ægir Þór Steinarsson var stigahæstur hjá Stjörnunni með 19 stig, Alexander Lindqvist gerði 15 og Mirza Sarajlilja 14.
Fáir hjá Grindavík náðu sér á strik en Ólafur Ólafsson og Amenhotep Abif gerðu 13 stig hvor og Dagur Kár Jónsson 12.
Annar leikur liðanna fer fram í Grindavík á þriðjudaginn kemur.
Mathús Garðabæjar höllin, Dominos deild karla, 15. maí 2021.
Gangur leiksins:: 5:4, 10:8, 13:11, 18:17, 26:23, 35:25, 39:36, 45:38, 50:43, 55:50, 57:52, 68:58, 75:60, 80:60, 84:64, 90:72.
Stjarnan: Ægir Þór Steinarsson 19/4 fráköst/11 stoðsendingar, Alexander Lindqvist 15, Mirza Sarajlija 14/5 fráköst, Austin James Brodeur 12/6 fráköst, Gunnar Ólafsson 11, Arnþór Freyr Guðmundsson 9/6 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 8/10 fráköst/5 stoðsendingar, Tómas Þórður Hilmarsson 2/5 fráköst.
Fráköst: 28 í vörn, 13 í sókn.
Grindavík: Ólafur Ólafsson 13, Amenhotep Kazembe Abif 13/9 fráköst, Dagur Kár Jónsson 12/5 stoðsendingar, Joonas Jarvelainen 11/4 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 10/8 fráköst, Kristinn Pálsson 8, Bragi Guðmundsson 3, Kristófer Breki Gylfason 2.
Fráköst: 22 í vörn, 7 í sókn.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Johann Gudmundsson.
Áhorfendur: 120