Þórsarar völtuðu yfir Þórsara

Larry Thomas var öflugur fyrir Þórsara í kvöld.
Larry Thomas var öflugur fyrir Þórsara í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Larry Thomas var stigahæstur Þórsara frá Þorlákshöfn þegar liðið fékk Þór frá Akureyri í heimsókn í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik í Icelandic Glacial-höllinni í Þorlákshöfn í kvöld.

Leiknum lauk með 95:76-sigri Þórsara en Thomas skoraði 21 stig í leiknum og tók sex fráköst.

Þórsarar frá Þorlákshöfn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu með þrettán stigum í hálfleik, 47:34.

Þeir juku forskot sitt hægt og rólega í þriðja leikhluta og var munurinn á liðunum átján stig fyrir fjórða leikhluta, 71:53.

Emil Karel Einarsson skoraði 15 stig fyrir Þór frá Þorlákshöfn en Ivan Aurrecoechea var stigahæstur Akureyringa með 17 stig og fimm fráköst.

Þór frá Þorlákshöfn leiðir 1:0 í einvíginu en liðin mætast á nýjan leik á Akureyri á miðvikudaginn kemur.

Þór Þorlákshöfn - Þór Akureyri 95:76

Icelandic Glacial-höllin, Dominos-deild karla, 16. maí 2021.

Gangur leiksins:: 6:4, 12:8, 16:16, 21:20, 29:22, 34:27, 38:31, 45:34, 52:39, 54:46, 59:50, 69:53, 80:56, 84:64, 86:70, 95:76.

Þór Þorlákshöfn: Larry Thomas 21/6 fráköst, Emil Karel Einarsson 15/4 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 14, Halldór Garðar Hermannsson 12/6 fráköst, Styrmir Snær Þrastarson 9/6 fráköst/8 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 7, Tómas Valur Þrastarson 7, Benedikt Þorvaldur G. Hjarðar 6, Ísak Júlíus Perdue 2, Callum Reese Lawson 2/11 fráköst.

Fráköst: 31 í vörn, 9 í sókn.

Þór Akureyri: Ivan Aurrecoechea Alcolado 17/5 fráköst, Hlynur Friðriksson 11, Andrius Globys 9, Ohouo Guy Landry Edi 8/9 fráköst, Júlíus Orri Ágústsson 7/4 fráköst, Srdan Stojanovic 7, Smári Jónsson 5, Ragnar Ágústsson 5, Hrafn Jóhannesson 4, Kolbeinn Fannar Gíslason 3.

Fráköst: 26 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Davíð Tómas Tómasson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson.

Áhorfendur: 150

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert