Körfuboltaþjálfarinn reyndi Einar Árni Jóhannsson hefur verið ráðinn þjálfari Hattar á Egilsstöðum og mun hann stýra liðinu ásamt Viðari Erni Hafsteinssyni.
Lið Hattar féll naumlega úr úrvalsdeild karla á dögunum eftir mikla og spennandi baráttu í neðri hluta deildarinnar.
Greint var frá ráðningu Einars á blaðamannafundi sem nú stendur yfir. Einar yfirgefur þar með Njarðvík en hann hefur stýrt karlaliði félagsins frá 2018. Tók hann fyrst við Njarðvíkurliðinu árið 2004 og var með liðið til ársins 2007 og tók þá við karlaliði Breiðabliks. Einar fór þá aftur til Njarðvíkur og tók við Njarðvíkurliðin í annað sinn árið 2010. Einar hætti hjá Njarðvík árið 2014 en stýrði Þór í Þorlákshöfn frá 2015 - 2018.
Einar Árni gerði lið Njarðvíkur að Íslandsmeisturum árið 2006 og var valinn þjálfari ársins árið 2007.
Einar stýrði kvennaliði Njarðvíkur 1996-1997 og 2001 - 2003.