Keflavík stakk af í lokin

Calvin Burks úr Keflavík og Jaka Brodnik úr Tindastóli eigast …
Calvin Burks úr Keflavík og Jaka Brodnik úr Tindastóli eigast við. Ljósmynd/Skúli Sigurðsson

Keflavík er komið í 2:0 í einvígi sínu gegn Tindastóli í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta eftir 86:74-sigur á útivelli í kvöld. 

Keflavík byrjaði mun betur og með flottum varnarleik tókst gestunum að búa til forskot en staðan eftir fyrsta leikhlutann var 19:11. Keflvíkingar héldu frumkvæðinu allan annan leikhlutann, án þess að Stólarnir næðu að minnka muninn og var staðan í hálfleik 41:30. 

Keflavík fór vel af stað í öðrum leikhluta og náði 17 stiga forskoti í upphafi leikhlutans. Þá sögðu heimamenn hingað og ekki lengra. Með glæsilegum leik tókst þeim að minnka muninn og svo jafna. Antanas Udras átti flotta innkomu og stig hans var helsta ástæða þess að staðan fyrir lokaleikhlutann var 59:59. 

Tindastóll byrjaði fjórða leikhlutann á því að komast í 62:59, en þá tóku Keflvíkingar aftur við og hreinlega stungu Skagfirðinga af með glæsilegum fjórða leikhluta. Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði hverja körfuna á fætur annarri og sigldi sigrinum í hús. 

Hörður var stigahæstur allra með 29 stig og þá gaf  hann einnig 11 stoðsendingar. Deane Williams skoraði 26 stig. Hjá Tindastóli var Flenard Whitfield stigahæstur með 19 stig og Jaka Brodnik gerði 17. 

Gangur leiksins: 3:4, 6:11, 6:16, 11:19, 14:24, 18:31, 24:35, 30:41, 34:47, 38:50, 46:53, 59:59, 62:64, 66:66, 72:77, 74:86.

Tindastóll: Flenard Whitfield 19/10 fráköst, Jaka Brodnik 17/5 fráköst, Nikolas Tomsick 14/4 fráköst/11 stoðsendingar, Antanas Udras 13/6 fráköst, Axel Kárason 8, Viðar Ágústsson 3.

Fráköst: 20 í vörn, 8 í sókn.

Keflavík: Hörður Axel Vilhjálmsson 29/11 stoðsendingar, Deane Williams 26/7 fráköst, Calvin Burks Jr. 13/8 fráköst, Dominykas Milka 10/6 fráköst, Valur Orri Valsson 6/7 fráköst/7 stoðsendingar, Arnór Sveinsson 2.

Fráköst: 25 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Jakob Árni Ísleifsson.

Áhorfendur: 100

Tindastóll 74:86 Keflavík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert