Tímabilinu lokið hjá Mirza

Mirza Sarajlija leikur ekki meira með Stjörnunni á tímabilinu.
Mirza Sarajlija leikur ekki meira með Stjörnunni á tímabilinu. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Arn­ar Guðjóns­son, þjálf­ari Stjörn­unn­ar í körfuknatt­leik karla, hef­ur staðfest að tíma­bili slóvenska bakv­arðar­ins Mirza Sarajlija sé lokið með liðinu eft­ir að hann reif liðþófa í hné.

Mirza þurfti að fara sár­kval­inn af velli eft­ir að hafa meiðst á hné í öðrum leik Stjörn­unn­ar og Grinda­vík­ur í átta liða úr­slit­um Íslands­móts­ins á þriðju­dags­kvöld, þegar heima­menn í Grinda­vík unnu og jöfnuðu þar með ein­vígið í 1:1.

„Hann er bú­inn út leiktíðina, liðþófinn er far­inn. Þetta er svona átta vikna skeið sem þetta tek­ur lík­leg­ast,“ sagði Arn­ar í sam­tali við mbl.is.

Gunn­ar Ólafs­son þurfti einnig að fara meidd­ur af velli í leikn­um á þriðju­dags­kvöld en Arn­ar er þó öllu bjart­sýnni þegar kem­ur að meiðslum hans.

„Þetta er lík­lega mar en ekki brákað rif­bein, hann er ekki brákaður skilst mér. Við erum svona að bíða og sjá hvernig hann verður í dag. Við erum að von­ast til þess að þetta sé bara mar en ekki brot.

Hann kík­ir til lækn­is en ég er mjög bjart­sýnn á hann, að hann verði með áfram. Ég reikna með því. Ég veit meira með hann í kvöld en hann verður í plani mínu fyr­ir laug­ar­dag­inn,“ sagði hann.

Ekki eru fleiri leik­menn Stjörn­unn­ar á meiðslalist­an­um. „Nei ég held að þetta sé and­skot­ans nóg í bili. Miðað við allt það sem er búið að ganga á í vet­ur held ég að þetta sé nóg í bili.

En það þýðir ekk­ert að gráta Björn bónda og það er bara að sanna liðið og áfram gakk. Við bít­um í skjald­ar­rend­ur, það er bara þannig,“ sagði Arn­ar að lok­um í sam­tali við mbl.is.

Stjarn­an og Grinda­vík mæt­ast í þriðja leik liðsins í Garðabæn­um næst­kom­andi laug­ar­dag. Þar end­ur­heimta Stjörnu­menn Hlyn Bær­ings­son, sem var í leik­banni í síðasta leik.

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert