Yfirburðir Hauka sem mæta Val í úrslitum

Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 22 stig fyrir Hauka í kvöld.
Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 22 stig fyrir Hauka í kvöld. Eggert Jóhannesson

Haukar mæta Val í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfuknattleik og tryggðu sér það með yfirburðasigri gegn Keflvíkingum á Ásvöllum í þriðja leik liðanna í kvöld, 80:50.

Haukakonur stungu af strax í fyrsta leikhluta en staðan var 23:8 að honum loknum. Bilið breikkaði enn, var 41:20 í hálfleik og 70:35 eftir þriðja leikhluta, en Keflavík lagaði stöðuna örlítið í þeim fjórða.

Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 22 stig fyrir Hauka og Bríet Sif Hinriksdóttir systir hennar 15 en Alyesha Lovett skoraði 13 stig. Daniela Wallen skoraði 17 stig fyrir Keflvíkinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert