Doncic í sögubækurnar eftir útisigur Dallas

Luka Doncic á fullri ferð í átt að körfu Clippers …
Luka Doncic á fullri ferð í átt að körfu Clippers í leiknum í kvöld. AFP

Dallas Mavericks hóf úrslitakeppnina í NBA-deildinni í kvöld eins og best varð á kosið og lagði LA Clippers að velli á útivelli í Los Angeles, 113:103.

Slóveninn Luka Doncic var aðalmaður hjá Dallas eins og oft áður og var með þrefalda tvennu en hann skoraði 31 stig, átti 11 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Hann komst í sögubækur NBA með þessari frammistöðu en hann er nú fyrsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar sem nær þremur þreföldum tvennum í fyrstu sjö leikjum sínum í úrslitakeppni.

Tim Hardaway yngri skoraði 21 stig fyrir Dallas og Jalen Brunson 15 en hjá Clippers var Kawhi Leonard með 26 stig og Paul George 23.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert