Meistararnir töpuðu fyrsta leik

Devin Booker átti stórleik fyrir Phoenix í bleiku skónum sínum.
Devin Booker átti stórleik fyrir Phoenix í bleiku skónum sínum. AFP

Devin Booker fór á kostum fyrir Phoenix Suns í 99:90-heimasigri á Los Angeles Lakers í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum í NBA-körfuboltanum í Bandaríkjunum. 

Ríkjandi meistararnir í Lakers réðu lítið við Booker sem skoraði 34 stig og gaf aum þess átta stoðsendingar og tók sjö fráköst. Deandre Ayton bætti við 21 stigi. 

LeBron James skoraði 18 stig fyrir Lakers og Dennis Schröder skoraði 14. Anthony Davis skoraði aðeins 13 stig og verður Lakers að fá meira frá stórstjörnum sínum ætli liðið sér að verja titilinn. 

Annar leikurinn fer fram aðfaranótt miðvikudags í Phoenix. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert