Philadelphia 76ers er komið í 1:0 í einvígi sínu gegn Washington Wizards í átta liða úrslitum NBA-körfuboltans í Bandaríkjunum eftir 125:118-heimasigur í fyrsta leik liðanna í kvöld.
Fyrri hálfleikur var afar jafn allan tímann og var staðan eftir hann 62:61, Washington í vil. Philadephia var hins vegar sterkari í seinni hálfleik og tryggði sér sigurinn.
Tobias Harris fór á kostum hjá Philadephia og skoraði 37 stig og Joel Embiid bætti við 30 stigum. Bradley Beal skoraði 33 stig og tók 10 fráköst fyrir Washington og Russell Westbrook skoraði 16 stig og gaf 14 stoðsendingar.
Annar leikur einvígisins fer fram í Philadelphiu næstkomandi miðvikudagskvöld.