Unnu fyrsta leik eftir hæga byrjun

Damian Lillard sækir að körfunni í nótt.
Damian Lillard sækir að körfunni í nótt. AFP

Brooklyn Nets sneri taflinu við og vann fyrsta leikinn í einvíginu gegn Boston Celtics í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknattleik í nótt. Gestirnir frá Boston voru með forystu lengst af.

Staðan var 47:53 í hálfleik, Boston í vil, en í þriðja leikhluta tóku heimamenn við keflinu. Kevin Durant skoraði 32 stig fyrir Brooklyn og tók 12 fráköst en Kyrie Irving átti einnig góðan leik, skoraði 26 stig. Hjá Boston var Jayson Tatum stigahæstur með 22 stig.

Þá var Damien Lillard atkvæðamikill er Portland Trail Blazers náðu forystu í einvígi sínu gegn Denver Nuggets. Lillard skoraði 34 stig og gaf 13 stoðsendingar er Portland vann 123:109 útisigur. Nikola Jokic var stigahæstur heimamanna með 34 stig og 16 fráköst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert