Flautukarfa hjá Atlanta – Memphis sigraði toppliðið

Trae Young tryggði Atlanta Hawks sigur gegn New York Knicks …
Trae Young tryggði Atlanta Hawks sigur gegn New York Knicks í nótt. AFP

Atlanta Hawks og Memphis Grizzlies eru komin í 1:0 forystu í einvígjum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt.

Trae Young fór fyrir Atlanta í fyrsta leik liðsins gegn New York í átta liða úrslitum austurdeildarinnar og skoraði flautukörfu þegar minna en sekúnda var eftir af leiknum til að tryggja liðinu 107:105 sigur í æsispennandi rimmu í New York í nótt.

Young var með tvöfalda tvennu; skoraði 32 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar og taka sjö fráköst.

Þá gerði Memphis góða ferð til Utah í átta liða úrslitum deildarinnar og sigraði 112:109 í ekki síður spennandi leik. Utah endaði í toppsæti vesturdeildarinnar og var auk þess með bestan árangur allra liða á deildartímabilinu í NBA.

Þegar skammt var eftir minnkaði Utah muninn í 110:109 en Dillon Brooks skoraði síðustu tvö stig leiksins þegar 4,3 sekúndur voru eftir á leikklukkunni og þar við sat.

Brooks var stigahæstur Memphis-manna með 31 stig, auk þess sem hann tók sjö fráköst. Ja Morant var sömuleiðis drjúgur með 26 stig.

Í liði Utah var Bojan Bogdanovic stigahæstur með 29 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert