Slagsmál í Grindavík

Það sauð upp úr í stúkunni í Grindavík í kvöld.
Það sauð upp úr í stúkunni í Grindavík í kvöld. mbl.is/Bjarni Helgason

Ótrúlegt atvik átti sér stað í fjórða leik Grindavíkur og Stjörnunnar í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik í HS Orku-höllinni í Grindavík í kvöld.

Upp úr sauð hjá stuðningsmönnunum liðanna um miðjan þriðja leikhluta en stuðningsmenn Stjörnunnar reyndu þá að taka trommukjuða af stuðningsmanni Grindavíkur.

Stuðningsmaður Grindavíkur var ekki á eitt sáttur með þessa framgöngu Garðbæinga og kýldi þá kalda eftir að þeir höfðu tekið hann hálstaki.

Gæslan í Grindavík greip svo inn í og fjarlægði stuðningsmann Grindavíkur úr stúkunni en það var nokkuð ljóst að fólki í húsinu var brugðið eftir atvikið.

mbl.is/Bjarni Helgason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka