Suðurnesjaslagur í úrslitaleik um laust sæti

Vilborg Jónsdóttir í leik með Njarðvík á tímabilinu.
Vilborg Jónsdóttir í leik með Njarðvík á tímabilinu. Mbl.is/Skúli B. Sigurðsson

Njarðvík og Grindavík munu etja kappi í úrslitaleik um laust sæti í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Domino’s-deildinni, eftir að bæði lið unnu einvígi sín í undanúrslitum umspilsins örugglega.

Njarðvík vann alla þrjá leiki sína gegn Ármanni og einvígið þannig 3:0. Sigurinn í kvöld var mjög öruggur, 76:56

Stigahæst Njarðvíkinga í leiknum var Bandaríkjakonan Chelsea Na’cole Jennings með 24 stig. Næststigahæst var Helena Rafnsdóttir með 19 stig.

Stigahæst í liði Ármanns var Jónína Þórdís Karlsdóttir með 13 stig.

Grindavík vann sömuleiðis alla þrjá leiki sína gegn ÍR og einvígið samanlagt 3:0. Sigurinn í kvöld var að lokum öruggur þar sem Grindvíkingar fóru með 68:55 sigur af hólmi.

Stigahæst Grindvíkinga í leiknum var Hulda Ósk Ólafsdóttir með 21 stig og átta fráköst að auki. Næststigahæst var Janno Jaye Otto, sem náði tvöfaldri tvennu; skoraði 16 stig og tók 13 fráköst.

Stigaskorun skiptist ansi jafnt á milli ÍR-inga í leik kvöldsins. Stigahæst var Sólrún Sæmundsdóttir með 12 stig og skammt undan var Birna Eiríksdóttir með 11 stig.

Það verður því  Suðurnesjaslagur í úrslitunum um laust sæti í úrvalsdeild kvenna.

Njarðvík - Ármann 76:56

Njarðtaks-gryfjan, 1. deild kvenna, 25. maí 2021.

Gangur leiksins:: 8:2, 14:7, 20:13, 24:17, 26:18, 29:21, 36:28, 40:28, 44:28, 52:31, 55:34, 60:38, 63:43, 68:46, 76:48, 76:56.

Njarðvík: Chelsea Nacole Jennings 24/6 fráköst/5 stoðsendingar/10 stolnir, Helena Rafnsdóttir 19/7 fráköst, Vilborg Jónsdóttir 13/5 fráköst/5 stoðsendingar, Júlia Scheving Steindórsdóttir 8, Kamilla Sól Viktorsdóttir 6, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 4, Þuríður Birna Björnsdóttir 2/7 fráköst.

Fráköst: 27 í vörn, 5 í sókn.

Ármann: Jónína Þórdís Karlsdóttir 13/7 fráköst/6 stoðsendingar, Kristín Alda Jörgensdóttir 9/7 fráköst, Ísabella Lena Borgarsdóttir 9/4 fráköst, Auður Hreinsdóttir 8/6 fráköst, Arndís Úlla B. Árdal 8, Telma Lind Bjarkadóttir 7, Elísabet Helgadóttir 2/4 fráköst.

Fráköst: 24 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hrafnkelsson, Stefán Kristinsson, Elías Karl Guðmundsson.

Áhorfendur: 78

ÍR - Grindavík 55:68

TM Hellirinn, 1. deild kvenna, 25. maí 2021.

Gangur leiksins:: 2:2, 4:10, 7:16, 7:22, 9:25, 13:27, 21:29, 26:33, 30:38, 30:45, 32:48, 36:48, 40:48, 47:49, 53:58, 55:68.

ÍR: Sólrún Sæmundsdóttir 12/4 fráköst, Birna Eiríksdóttir 11, Fanndís María Sverrisdóttir 8/8 fráköst, Kristín María Matthíasdóttir 7, Margrét Blöndal 6/8 fráköst, Aníka Linda Hjálmarsdóttir 6/8 fráköst, Arndís Þóra Þórisdóttir 5/6 fráköst.

Fráköst: 29 í vörn, 9 í sókn.

Grindavík: Hulda Björk Ólafsdóttir 21/8 fráköst/5 stolnir, Hekla Eik Nökkvadóttir 17/4 fráköst, Janno Jaye Otto 16/13 fráköst, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 7/8 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 4/4 fráköst, Sædís Gunnarsdóttir 3.

Fráköst: 27 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Georgia Olga Kristiansen, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Ingi Björn Jónsson.

Áhorfendur: 69

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert